Veðrið í dag var yndislegt og alveg til þess fallið að fara með einkasoninn út í góðan göngutúr og leyfa honum að leika sér í snjónum. En eins og svo oft áður þennan vetur þegar veðrið er gott þá var einkasonurinn veikur, eina ferðina enn.
Okkur tókst þó að komast aðeins út um kvöldmatarleytið þegar mákona mín kom og leysti okkur af í rúmlega tvo tíma. Við gátum spókað okkur niðri í Miðbæ, farið í bókabúð og göngutúr eins og við gerðum oft á kvöldin þegar við vorum barnlaus. Einkasonurinn var heima að passa föðursystur sína, þegar þau voru kominn upp í rúm klappaði hann henni á vangann og sagði allt í lagi, mamma og pabbi koma bráðum.
Okkur tókst þó að komast aðeins út um kvöldmatarleytið þegar mákona mín kom og leysti okkur af í rúmlega tvo tíma. Við gátum spókað okkur niðri í Miðbæ, farið í bókabúð og göngutúr eins og við gerðum oft á kvöldin þegar við vorum barnlaus. Einkasonurinn var heima að passa föðursystur sína, þegar þau voru kominn upp í rúm klappaði hann henni á vangann og sagði allt í lagi, mamma og pabbi koma bráðum.
Ummæli