Einkasonurinn fékk láðan nýjan bangsakopp hjá frænda sínum áðan og tók sig strax til og pissaði í koppinn þegar við komum heim. Foreldrarnir vona að þetta sé ávísun á breyttari tíma því þó að hann viti alveg hvað koppur er og hafi nú alveg prófað það tryllitæki oft áður, þá á einkasonurinn stundum til að vera það þver að hann fæst ekki til þess að fá sér þar sæti, þrátt fyrir fortölur foreldranna. Hann drífur sig bara inn í herbergi og rekur alla í burtu, sérstakelga ef um ræðir stærri hlutann. Ef foreldrarnir koma nálægt við þá helgiathöfn segir einkasonurinn bara, mamma eða pabbi "farðu burt !"og þá þýðir ekkert annað en að leyfa einkasyninum að vera einum með sjálfum sér.
Í dag eru þrjú ár síðan ég átti einkasoninn, já ótrúlega fljótt að líða. Að sjálfsögðu er ég eins og flestar mæður og segi það hiklaust að þetta sé stærsta upplifun lífsins og besta og mesta afrek sem ég hef gert. Á þessum tíma fyrir þremur árum var ég búin að vera með hríðir í rúmlega sólahring og búið að sprengja belginn, komin með dripp í æð og ljósmóðirin sem var að fara að vakt var hálf svekkt yfir því að þurfa að fara þar sem hún var viss um að barnið væri að koma. Hann leit dagsins ljós sex tímum seinna.
Ummæli