Fór á snyrtivörukynningu hjá frænku minni í gær og hitti fleiri frænkur. Tókst auðvitað að eyða miklu meira en ég ætlaði mér eins og vanalega. Það var virkilega gaman og það var mikið talað, hlegið og læti og fjör eins alltaf þegar systur hennar mömmu hittast og auðvitað glæsilegar veitingar líka. Þegar ég kom heim fannst eiginmanninum ég frekar æst eftir allt fjörið og það tók mig smá tíma að ná mér niður.
Í dag eru þrjú ár síðan ég átti einkasoninn, já ótrúlega fljótt að líða. Að sjálfsögðu er ég eins og flestar mæður og segi það hiklaust að þetta sé stærsta upplifun lífsins og besta og mesta afrek sem ég hef gert. Á þessum tíma fyrir þremur árum var ég búin að vera með hríðir í rúmlega sólahring og búið að sprengja belginn, komin með dripp í æð og ljósmóðirin sem var að fara að vakt var hálf svekkt yfir því að þurfa að fara þar sem hún var viss um að barnið væri að koma. Hann leit dagsins ljós sex tímum seinna.
Ummæli