Á þeim tveimur tímum sem ég og einkasonurinn eyddum saman í dag eftir vinnu og þangað til heimilisfaðirinn kom heim tókst litla orkuboltanum mínum að taka alla púðana úr sófanum, tvisvar sinnum og ryksuga sófann einu sinni. Byggja flott legohús með mér og rífa það allt sjálfur niður, dreifa kubbunum um allt gólf og ganga svo frá þeim í plastkassann. Ná aftur í ryksuguna eftir að við vorum búinn að ganga frá ryksugunni frá því að sófinn var ryksugaður og ryksuga ganginn og byrja að búa til kvöldmatinn, auk þess að hlaupa 100x fram og til baka frá herberginu og inn í stofu með eittthvað dót. Ég horfði á og já, gekk frá púðunum í sófann. Það er ekki hægt að segja annað en það sé mikið að gera hjá einkasyninum þessa dagana.
Í dag eru þrjú ár síðan ég átti einkasoninn, já ótrúlega fljótt að líða. Að sjálfsögðu er ég eins og flestar mæður og segi það hiklaust að þetta sé stærsta upplifun lífsins og besta og mesta afrek sem ég hef gert. Á þessum tíma fyrir þremur árum var ég búin að vera með hríðir í rúmlega sólahring og búið að sprengja belginn, komin með dripp í æð og ljósmóðirin sem var að fara að vakt var hálf svekkt yfir því að þurfa að fara þar sem hún var viss um að barnið væri að koma. Hann leit dagsins ljós sex tímum seinna.
Ummæli