Þetta ætlar engann endi að taka. Einkasonurinn fór á leikskólann í dag og þegar hann var búinn að borða morgunmatinn á leikskólanum tókst honum að æla yfir allt þannig að hann var sóttur á leikskólann og ældi ekkert meira þann daginn. Ágæti saðferð til að losna við að vera í leikskólanum. Vonandi er hann orðinn hress, ætlum að prófa að senda hann aftur á morgun enda eiturhress í dag. Vorkenni bara aumingja leikskólakennurunum sem fengu æluna yfir sig og þurftu að þrífa allt upp. Já, leikskólakennarar fá alls ekki þá viðurkenningu sem þeir eiga skilið, hvorki launalega eða annað. Svo eru þeir að sjá um komandi kynslóðir í allt að 9 tíma á dag. Miklu lengur en foreldrarnir.
Í dag eru þrjú ár síðan ég átti einkasoninn, já ótrúlega fljótt að líða. Að sjálfsögðu er ég eins og flestar mæður og segi það hiklaust að þetta sé stærsta upplifun lífsins og besta og mesta afrek sem ég hef gert. Á þessum tíma fyrir þremur árum var ég búin að vera með hríðir í rúmlega sólahring og búið að sprengja belginn, komin með dripp í æð og ljósmóðirin sem var að fara að vakt var hálf svekkt yfir því að þurfa að fara þar sem hún var viss um að barnið væri að koma. Hann leit dagsins ljós sex tímum seinna.
Ummæli