Þá hefur maður upplifað það að fara með barnið sitt í aðgerð. Ekki var aðgerðins stór í þetta skiptið en engu að síður svæfing á einkasyninum og mér dauðkveið fyrir að horfa á hann svæfðan enda búinn að heyra misgóðar sögur um það. Faldi mig bara á bakvið eiginmanninn þegar hann var alveg að sofna en var hjá honum allan tímann nema þegar rörin voru sett í eyrun en þá vorum við send fram. Einkasonurinn öskraði að vanda áður en hann hitti lækninn og var nú líka frekar lítill þegar hann vaknaði aftur, þannig að dagurinn í dag var svona öskurdagur en ekki öskudagur. Hann var svo hinn hressasti í dag eftir aðgerðina en missti af öskudegi í leikskólanum, það var svo sem allt í lagi því þegar maður er tveggja ára þá hefur maður nú ekkert voðalega mikið vit á þessu. Það kemur annar öskudagur eftir þennan dag. Ég er einnig að skríða saman eftir leiðinlega pest sem virðist aldrei ætla að ljúka. Geri þó ráð fyrir að fara í vinnuna á morgun.
Í dag eru þrjú ár síðan ég átti einkasoninn, já ótrúlega fljótt að líða. Að sjálfsögðu er ég eins og flestar mæður og segi það hiklaust að þetta sé stærsta upplifun lífsins og besta og mesta afrek sem ég hef gert. Á þessum tíma fyrir þremur árum var ég búin að vera með hríðir í rúmlega sólahring og búið að sprengja belginn, komin með dripp í æð og ljósmóðirin sem var að fara að vakt var hálf svekkt yfir því að þurfa að fara þar sem hún var viss um að barnið væri að koma. Hann leit dagsins ljós sex tímum seinna.
Ummæli