Ég elska að skipuleggja. Skipulag, skipulag og aftur skipulag eru mínar ær og kýr. Fór í dag í Office One og keypti mér annað box fyrir handskrifaðar og útprentaðar uppskriftir sem ég hef safnað í gegnum árin. Núna er ég með eitt box fyrir kökur, eftirrétti og saumaklúbbsrétti og annað box fyrir mataruppskriftir. Allt raðað í stafrófsröð, hver uppskrift á sér spjalid sem auðveldlega er hægt að finna og taka úr boxinu og jafn auðvelt að láta í boxið aftur. Það besta af öllu er að mér finnst þetta svo skemmtilegt. Ef þetta jaðrar ekki við áráttu þá veit ég ekki hvað.
Í dag eru þrjú ár síðan ég átti einkasoninn, já ótrúlega fljótt að líða. Að sjálfsögðu er ég eins og flestar mæður og segi það hiklaust að þetta sé stærsta upplifun lífsins og besta og mesta afrek sem ég hef gert. Á þessum tíma fyrir þremur árum var ég búin að vera með hríðir í rúmlega sólahring og búið að sprengja belginn, komin með dripp í æð og ljósmóðirin sem var að fara að vakt var hálf svekkt yfir því að þurfa að fara þar sem hún var viss um að barnið væri að koma. Hann leit dagsins ljós sex tímum seinna.
Ummæli
Fór á smáhundasýningu í gær, er fallin, ÆÐISLEGIR.
Ef þú vilt kíkja á þá www.cavalier.is
Góða skemmtun
Gunnhildur
Kveðja, Lilja Bjarklind