Fyrir utan gluggann á skrifstofunni minni í vinnunni er eitt helsta bílaþvottaplan bæjarins, um leið og hlýnar fyllist það af bíleigendum og bílum sem eru þrifnir hátt og lágt. Þar sem bílarnir og eigendur þeirra mæta þegar veðrið batnar hef ég farið að samsvara fjölgun á bílaþvottaplaninu með batnandi veðri og hækkandi sól. Í gær og einnig seinni partinn í dag var planið einmitt fullt af bílum og ég er ekki frá því að það hafi komið smá vorhugur í mig. Ég fór einmitt að spá í því í gær að þar fyrir utan er þverskurður af þjóðfélaginu. Fínir karlar á stórum bílum, heimavinnandi húsmæður á jeppum, mæður með krakka á stationbílum, háskólanemar á eldri bílum, tælendingar á japönskum bílum sem er búið að stækka græjurnar, gamlir leigubílstjórar, bæjarstarfsmenn á pallbíl með restina af moldinni og eitt sumarið var þar arabi mættur með arabíska teppið sitt og var að þrífa það. Kannski vantar einhverja eins og þreytta heimilisfeður og Pólverja en ég sé auðvitað bara þá sem hafa tíma til að þ...