Mér tókst loksins að taka mér aukafrídag í dag en ætlunin var að taka hann á föstudaginn, sem frestaðist vegna veikinda. Það var svo sem ágætt að geta lengt fríið eða veikindafríið. Þó að ég sé hálfslöpp ennþá þá tókst mér að gera alveg fullt. Það var einhvern veginn svona:
- Fara með soninn til eyrnalæknis
- Kringlan (kíkt á sumarhúfu fyrir soninn og hann fékkst til að máta hana. Engin húfa þó keypt í þetta skiptið)
- Keyra heim
- Út að borða í hádeginu (sonurinn fékk að velja - McDonalds í Skeifunni)
- Keyra niður í bæ
- Fara með soninn í klippingu í Grafarvoginn (NB. það er út í sveit!)
- Fara með peningabaukinn í bankann með syninum
- Skoða dýrabúðina í Mjódd með syninum
- Netto
- Keyra aftur heim og vorum heima í klst. í þetta skiptið
- Keyra niður í bæ
- Skila bók sem gleymdist á bókasafnið.
Ummæli
:D
Jana
kv. Sigurborg