Jæja, þá er önnur fermingaveislan búinn þessa helgina og næsta er á morgun. Einkasonurinn (eins og öll fjölskyldan) skemmti sér vel í þessari fermingarveislu enda frændi hans á sama aldri. Þeir frændur hlupu hring eftir hring í salnum í kringum öll borðin og kölluðu hvorn annan fermingarstrák.
Á eftir er ég að fara aftur á nokkurs konar Reunion en ég er að fara hitta stelpur sem ég hef ekki hitt í 10 ár nema rekist á þær á förnum vegi og það er teljandi á fingrum annarrar handar. Við unnum saman eitt sumar í SS þegar ég var "ung" og skemmtum okkur vel í framhaldi af því. Nú er ætlunin að taka upp gamla takta aftur. Spurningin er hvort við séum orðnar of gamlar fyrir gamla takta...
Á eftir er ég að fara aftur á nokkurs konar Reunion en ég er að fara hitta stelpur sem ég hef ekki hitt í 10 ár nema rekist á þær á förnum vegi og það er teljandi á fingrum annarrar handar. Við unnum saman eitt sumar í SS þegar ég var "ung" og skemmtum okkur vel í framhaldi af því. Nú er ætlunin að taka upp gamla takta aftur. Spurningin er hvort við séum orðnar of gamlar fyrir gamla takta...
Ummæli