Fylgdist með myndatöku á hjá systkynum móður minnar kl. 10.00 í morgun, bæði inni og úti í góða veðrinu. Þau voru saman komin öll fimmtán systkynin, hvert öðru glæsilegra. Síðan fylgdi þeim í Brunch á Hótel Hilton Reykjavík Nordica (gömlu hótel Esju) og endaði með því að ég fékk mér einnig að borða þar með þeim og ég er ennþá södd. Greinilegt að það er mjög vinsælt að fara í Brunch á sunnudögum því ég get svarið það að hálft Ísland var þar saman komið enda mæli ég með því að skella sér einhvern sunnudaginn í Brunch, munið bara að panta borð fyrirfram.
Í dag eru þrjú ár síðan ég átti einkasoninn, já ótrúlega fljótt að líða. Að sjálfsögðu er ég eins og flestar mæður og segi það hiklaust að þetta sé stærsta upplifun lífsins og besta og mesta afrek sem ég hef gert. Á þessum tíma fyrir þremur árum var ég búin að vera með hríðir í rúmlega sólahring og búið að sprengja belginn, komin með dripp í æð og ljósmóðirin sem var að fara að vakt var hálf svekkt yfir því að þurfa að fara þar sem hún var viss um að barnið væri að koma. Hann leit dagsins ljós sex tímum seinna.
Ummæli