Við fórum í fimmtu og síðustu fermingarveisluna í gær. Í tilefni þess fékk einkasonurinn gel í hárið þannig að það stóð út í allar áttir. Hann var heldur betur ánægður með það og stóð heillengi fyrir framan spegilinn og snéri sér á alla kanta til að sjá hvað hann væri flottur um hárið. Loks sagði hann ánægður "Ég er alveg eins og Stebbi Hilmars".
Í dag eru þrjú ár síðan ég átti einkasoninn, já ótrúlega fljótt að líða. Að sjálfsögðu er ég eins og flestar mæður og segi það hiklaust að þetta sé stærsta upplifun lífsins og besta og mesta afrek sem ég hef gert. Á þessum tíma fyrir þremur árum var ég búin að vera með hríðir í rúmlega sólahring og búið að sprengja belginn, komin með dripp í æð og ljósmóðirin sem var að fara að vakt var hálf svekkt yfir því að þurfa að fara þar sem hún var viss um að barnið væri að koma. Hann leit dagsins ljós sex tímum seinna.
Ummæli
Flottur strákurinn og hárrétt hjá honum held ég hljóti að vera.
BAÓ
IS