Enn ein helgin í veikindi. Seinni partinn á laugardaginn fór mér nánast allt í einu að líða voða skringilega svimaði og varð alveg máttlaus þannig að ég lagði mig aðeins. Eftir að hafa sofið í um þrjá tíma vaknaði ég og mældi mig og var þá með um 38,8°C stiga hita. Ég hélt því bara áfram að sofa enda man ég ekki mikið frá gærkvöldinu. Í dag er ég hinsvegar miklu hressari og líklega kemst ég í vinnuna á morgun, er sem sagt fyrirmyndar starfsmaður - tek út veikindagana um helgar.
Í dag eru þrjú ár síðan ég átti einkasoninn, já ótrúlega fljótt að líða. Að sjálfsögðu er ég eins og flestar mæður og segi það hiklaust að þetta sé stærsta upplifun lífsins og besta og mesta afrek sem ég hef gert. Á þessum tíma fyrir þremur árum var ég búin að vera með hríðir í rúmlega sólahring og búið að sprengja belginn, komin með dripp í æð og ljósmóðirin sem var að fara að vakt var hálf svekkt yfir því að þurfa að fara þar sem hún var viss um að barnið væri að koma. Hann leit dagsins ljós sex tímum seinna.
Ummæli
Bergrún
Við eyddum einmitt páskafríinu í hlaupabóluna og ég spurði einmitt í vinnunni hvort ég fengi ekki launahækkun þar sem ég notaði páskafríið mitt í veikindi barnsins...hahahhahaha...líklegt..
IS