Fór á Tapas barinn í fyrsta skipti í gær og það kom mér skemmtilega á óvart. Var búinn að heyra ýmislegt um þennan stað en einhvernveginn heillaði það mig ekki að prófa, fór þó í gærkvöldi að hitta hóp af fólki á umræddum stað, mæli með honum. Við hittumst nokkur sem voru saman í landafræðinni fyrir um 10 árum síðan og ræddum saman um hvar við værum núna en fljótlega var farið að ræða um forna frægð! Ég er yfirleitt ekkert voðalega hrifin af svona endurfundum og reyni oft að forðast þá. Ákvað þó að láta slag standa í gær og sá ekki eftir því enda skemmtilegur hópur þar á ferð og áttum við ánægjulega kvöldstund saman.
Í dag eru þrjú ár síðan ég átti einkasoninn, já ótrúlega fljótt að líða. Að sjálfsögðu er ég eins og flestar mæður og segi það hiklaust að þetta sé stærsta upplifun lífsins og besta og mesta afrek sem ég hef gert. Á þessum tíma fyrir þremur árum var ég búin að vera með hríðir í rúmlega sólahring og búið að sprengja belginn, komin með dripp í æð og ljósmóðirin sem var að fara að vakt var hálf svekkt yfir því að þurfa að fara þar sem hún var viss um að barnið væri að koma. Hann leit dagsins ljós sex tímum seinna.
Ummæli