Ég fór með einkasoninn í Hamraborg í dag til að láta taka passamynd af honum. Fattaði svo eftir á að ég hefði nú kannski alveg getað gert það sjálf. En í því sem við vorum að leggja bílnum í Hamraborg þá kallar einkasonurinn steinhissa.
"Mamma, mamma þarna er K eins og Kristófer Óli"Ég lít í kringum mig og sé þá hvar stendur Kaupþing, loksins eftir margar vikur hefur lestur Stafakarlanna borgað sig.
Ummæli