Það er alltaf jafn erfitt að ákveða hvað á að vera í matinn og hugmyndaflugið ekki uppá marga fiska. Ákvað í kvöld að prófa nýja aðferð með því að spyrja einkasoninn í bílnum þegar við vorum á leiðinni heim en bjóst svo sem ekkert við því að fá svar frá tæplega þriggja ára barni.
Móðirin: "Hvað langar þig í matinn í kvöld, Kristófer?"PLOKKFISK!!! Það er eitt af því sem fer ekki inn fyrir mínar varir þó svo að mér finnist fiskur alveg ágætur þá get ég ekki sagt að plokkfiskur sé á meðal þess. Fengum okkur reyndar bara skyr og rúgbrauð en hann fær plokkfisk fljótlega. Ég ætla að fá mér eitthvað annað í matinn það kvöld.
Kristófer Óli: "Eitthvað gott."
(Hugsar sig um)
Kristófer Óli: "Mig langar í plokkfisk. Plokkfiskur er góður".
Ummæli