Gekk niður Laugaveginn í dag með vinkonu minni frá Selfossi og það er örugglega í fyrsta skiptið á árinu sem ég geri það og nú er langt liðið á árið. Það var virkilega skemmtilegt og ég skil ekki af hverju ég fer ekki oftar. Nú þegar maður er orðin svona úthverfamús þá á ég ekki oft erindi niður á Laugaveginn og ætli úthverfamúsinni finnist það ekki of mikið fyrirtæki að setja kerruna í bílinn og klæða sig eftir veðri, utanbæjarvinkonu minni fannst það ekkert mál. Það er helst í hádeginu sem ég fer stundum með samstarfskonu minni að kíkja í einhverjar skemmtilegar búðir. Við fórum reyndar einmitt í gær í hádeginu (áður en ég fékk símtalið) þar sem hún var að kaupa sér lopa og garn til að prjóna. Ég hef ekki prjónaði í mörg ár og jafnvel marga áratugi en ég fékk nú bara smá kitl í fingurna. Það er aldrei að vita nema ég taki upp prjónana aftur.
Í öðrum fréttum var það að ég sofnaði kl. 20.00 í gær með einkasyninum og hann er ennþá veikur.
Í öðrum fréttum var það að ég sofnaði kl. 20.00 í gær með einkasyninum og hann er ennþá veikur.
Ummæli