Við fórum á foreldrafund í leikskólanum í gær, sem sagt sameiginlegan fund starfsmanna og foreldrafélagsins sem var nú alveg ágætt. Gott að fylgjast með hvað barnið manns er að gera í "hinu" lífinu sínu. Einn leikskólakennarinn kom að mér og sagði ég verð nú bara að segja þér hvað Kristófer Óli var að tala um í dag. Þegar við vorum að drekka í drekkutímanum segir Kristófer Óli við mig "Ég er kallinn, ég er í rafmagnsrúmminu, ég er kallin ég drekk bjór". Drekka bjór!!!! Ég var náttúrulega eins og auli og reyndi eitthvað að útskýra þetta en tókst auðvitað ekki. Það er ekki eins og við séum að drekka bjór á hverjum degi. Reyndar fann hann bjór í morgun sem er búinn að vera inni í skáp í fjóra mánuði, já fjóra mánuði og vildi endilega drekka hann. Við sögðum honum að þetta væri bara karlar sem að drekka bjór og þaðan hefur hann þetta örugglega. Ó, já það er eins gott að passa sig hvað maður segir, það fer allt lengra.