Þá er fyrsti vinnudagurinn liðinn og ég er bara voða þreytt. Það er nokkuð ljóst að ég er ennþá að jafna mig eftir veikindin. Ágætt að það er kominn helgi.
Einkasonurinn grét eins og stunginn grís þegar við skildum hann eftir í leikskólanum í morgun og hann var voða glaður að sjá mig, kappaði mér allri og knúsaði þegar ég kom að sækja hann. Það er nefnilega líka erfitt að byrja í leikskólanum eftir sumarfrí.
Kristófer Óli fékk núna að horfa á spólu strax eftir leikskólanns sem gerist ekki oft en móðirin er of þreytt til að fara í göngutúr eða leika sér með bíla, en samt ekki of þreytt til að vera í tölvunni. Hann er að horfa Söngvaborg eða Sigurborg eins og hann kallar það. Er voða spenntur yfir öllum barnalögum núna og á leiðinni í sumarfríinu okkar hlustuðum við t.d. 100x á lagið og söguna um Sælgætisland með Glám og Skrám.
Einkasonurinn grét eins og stunginn grís þegar við skildum hann eftir í leikskólanum í morgun og hann var voða glaður að sjá mig, kappaði mér allri og knúsaði þegar ég kom að sækja hann. Það er nefnilega líka erfitt að byrja í leikskólanum eftir sumarfrí.
Kristófer Óli fékk núna að horfa á spólu strax eftir leikskólanns sem gerist ekki oft en móðirin er of þreytt til að fara í göngutúr eða leika sér með bíla, en samt ekki of þreytt til að vera í tölvunni. Hann er að horfa Söngvaborg eða Sigurborg eins og hann kallar það. Er voða spenntur yfir öllum barnalögum núna og á leiðinni í sumarfríinu okkar hlustuðum við t.d. 100x á lagið og söguna um Sælgætisland með Glám og Skrám.
Ummæli