Ég held barasta að ég hafi ekki gert neitt síðustu tvær vikur þó að ég hafi verið í sumarfríi nema kannski að lesið síðustu bókina af Harry Potter og hóstað úr mér lungun. Er ennþá með kvef og hósta og alls ekki orðinn nógu hress. Var dauðþreytt eftir búðarferð í dag. Læt það þó ekki stoppa mig og ætla í fyrsta skiptið í mörg ár út fyrir borgarmörkin um Verslunarmannahelgina, en stefnan er tekin á Stykkishólm næstu vikuna.
Í dag eru þrjú ár síðan ég átti einkasoninn, já ótrúlega fljótt að líða. Að sjálfsögðu er ég eins og flestar mæður og segi það hiklaust að þetta sé stærsta upplifun lífsins og besta og mesta afrek sem ég hef gert. Á þessum tíma fyrir þremur árum var ég búin að vera með hríðir í rúmlega sólahring og búið að sprengja belginn, komin með dripp í æð og ljósmóðirin sem var að fara að vakt var hálf svekkt yfir því að þurfa að fara þar sem hún var viss um að barnið væri að koma. Hann leit dagsins ljós sex tímum seinna.
Ummæli