Ég átti afmæli í gær og varð árinu eldri. Þetta var nú þokkalega skemmtilegur afmælisdagur, með tvöfaldri afmælisveislu í vinnunni þar sem ein samstarfskona mín á afmæli sama dag og ég. Ég hætti svo snemma í vinnunni og svo héldu hátíðarhöldin áfram þegar heim var komið, langt fram á kvöld. Takk kærlega fyrir allar afmæliskveðjurnar, þakka einnig öllum sem komu og áttu með mér skemmtilega kvöldstund og takk kærlega fyrir pakkana en ég fékk óumbeðna hjálp við að opna þá frá einkasyninum en hann var viss um að í hverjum einasta pakka væri bíll.
Er á leiðinni til Kirkjubæjarklausturs snemma í fyrramálið og hlakka bara nokkuð til.
Er á leiðinni til Kirkjubæjarklausturs snemma í fyrramálið og hlakka bara nokkuð til.
Ummæli
Kveðja Magga í Hveró.
Sjáumst um helgina.