Ég held alltaf uppá ágústkvöldin. Þá er tekið að rökkva svolítið og orðið dimmt áður en maður fer að sofa. Finnst spennandi að geta kveikt á kertum í rökkrinu og það er samt frekar hlýtt úti, og ég fæ ákveðna tilfinningu sem erfitt er að skilgreina. Það er líka allt eitthvað svo rómantískt. Ætli það hafi ekki einnig eitthvað með það að gera að ég er fædd í lok ágúst en mér finnst þetta oft vera kjörinn tími uppgjörs þar sem hægt erð að klára eitthvað sem hefur lengi staðið til, byrja á einhverju nýju og skipuleggja eitthvað spennandi. Ég ætla sko að gera allt þetta, mér verður nefnilega ýmislegt úr verki á ágústkvöldum. Síðan er haustið, uppáhaldsárstíðin mín handan við hornið.
Í dag eru þrjú ár síðan ég átti einkasoninn, já ótrúlega fljótt að líða. Að sjálfsögðu er ég eins og flestar mæður og segi það hiklaust að þetta sé stærsta upplifun lífsins og besta og mesta afrek sem ég hef gert. Á þessum tíma fyrir þremur árum var ég búin að vera með hríðir í rúmlega sólahring og búið að sprengja belginn, komin með dripp í æð og ljósmóðirin sem var að fara að vakt var hálf svekkt yfir því að þurfa að fara þar sem hún var viss um að barnið væri að koma. Hann leit dagsins ljós sex tímum seinna.
Ummæli