Fór í klippingu í dag sem er nú ekki frásögu færandi en þá fór ég að hugsa hvað klipping hefur hækkað mikið undanfarið og að þetta sé nú eiginlega bara orðið munaðarvara að fara á fína stofu í klippingu og strípur. Ég fór reyndar ekki á dýra stofu í dag og bara í klippingu en náði þó að eyða um fimm þúsund krónum með því að kaupa einnig eina hárvöru. Á hinn bóginn var mér bent á það að ég eyðin nú ekki miklum pening í áfengi, sígarettur og leigubíla. Æ, ég hugsa að best sé að eyða þessum peningum í hárið á mér enda hafið þið ekki séð hvernig ég lít út á morgnanna þegar ég vakna, hahahahaah!!!!
Í dag eru þrjú ár síðan ég átti einkasoninn, já ótrúlega fljótt að líða. Að sjálfsögðu er ég eins og flestar mæður og segi það hiklaust að þetta sé stærsta upplifun lífsins og besta og mesta afrek sem ég hef gert. Á þessum tíma fyrir þremur árum var ég búin að vera með hríðir í rúmlega sólahring og búið að sprengja belginn, komin með dripp í æð og ljósmóðirin sem var að fara að vakt var hálf svekkt yfir því að þurfa að fara þar sem hún var viss um að barnið væri að koma. Hann leit dagsins ljós sex tímum seinna.
Ummæli
Hugsum vel um okkur. Kveðja Magga.