Fara í aðalinnihald

Færslur

Sýnir færslur frá ágúst, 2007

Afmæli og ferðalag

Ég átti afmæli í gær og varð árinu eldri. Þetta var nú þokkalega skemmtilegur afmælisdagur, með tvöfaldri afmælisveislu í vinnunni þar sem ein samstarfskona mín á afmæli sama dag og ég. Ég hætti svo snemma í vinnunni og svo héldu hátíðarhöldin áfram þegar heim var komið, langt fram á kvöld. Takk kærlega fyrir allar afmæliskveðjurnar, þakka einnig öllum sem komu og áttu með mér skemmtilega kvöldstund og takk kærlega fyrir pakkana en ég fékk óumbeðna hjálp við að opna þá frá einkasyninum en hann var viss um að í hverjum einasta pakka væri bíll. Er á leiðinni til Kirkjubæjarklausturs snemma í fyrramálið og hlakka bara nokkuð til.

Klipping

Fór í klippingu í dag sem er nú ekki frásögu færandi en þá fór ég að hugsa hvað klipping hefur hækkað mikið undanfarið og að þetta sé nú eiginlega bara orðið munaðarvara að fara á fína stofu í klippingu og strípur. Ég fór reyndar ekki á dýra stofu í dag og bara í klippingu en náði þó að eyða um fimm þúsund krónum með því að kaupa einnig eina hárvöru. Á hinn bóginn var mér bent á það að ég eyðin nú ekki miklum pening í áfengi, sígarettur og leigubíla. Æ, ég hugsa að best sé að eyða þessum peningum í hárið á mér enda hafið þið ekki séð hvernig ég lít út á morgnanna þegar ég vakna, hahahahaah!!!!

Sögur af afkvæminu

Við einkasonurinn fórum í göngutúr í dag í góða veðrinu og rákumst þá á sveppi sem voru að sögn einkasonarins "ógilegir". Hann var frekar smeikur við þá og vildi taka stóran sveig fram hjá. Hins vegar var hann alveg viss um að í sveppunum bjuggu Strumpar. Þetta var bara svo sætt. Það var nú líka ágætt að fá svona gott veður, svona nokkurs konar framlengingu á sumrinu sem er líklega alveg að verða búið.

Í flugvélinni

Amma hans Kristófers Óla var að koma heim í gær eftir að hafa dvalið viku erlendis. Við vorum búinn að segja honum frá því að amma kæmi heim þann daginn í flugvélinni. Við vorum svo að koma úr í Bónus seinnipartinn þegar amma hans var nýkomin heim. Allt í einu öskar barnið: "þarna er amma, þarna er amma". Við lítum í kringum okkur en komum ekki auga á ömmu hans þá sjáum við hvar hann bendir á flugvél sem var að fljúga yfir okkur. Já, maður er nú ekki svo vitlaus.

Plantað í Heiðmörk

Við einkasonurinn fórum í Heiðmörk í dag með nokkrum vinnufélögum að lundi fyrirtækisins og plöntuðum nokkrum plöntum; lerki, birki og furu. Ég var þó mest í því að hlaupa á eftir einkasyninum. Það var mjög gaman og við vorum þarna í um tvo tíma, að planta trjám, labba uppá hóla og týna bláber upp í okkur. Starfsmannafélagið kom meira að segja með borð og stóla og glæsilegar veitingar. Að lokum fékk einkasonurinn nóg og akraði af stað að bílastæðinu og ég rétt náði honum þegar hann var kominn að bílnum okkar. Eins gott að drífa sig og taka saman draslið þegar yfirvaldið á heimilinu segir að það sé kominn heimferðartími. Hugurinn var þó hjá vinkonu minni sem fylgdi ömmu sinni til grafar í dag. Skrítið þegar maður á ekki lengur neina ömmu eða afa og foreldrar manns eru teknir við því hlutverki. Ég kynntist öfum mínum nú ekki mikið en sakna þess ennþá að geta ekki farið og heimsótt ömmur mínar og spurt þær um gátur lífsins.

Ágústkvöld

Ég held alltaf uppá ágústkvöldin. Þá er tekið að rökkva svolítið og orðið dimmt áður en maður fer að sofa. Finnst spennandi að geta kveikt á kertum í rökkrinu og það er samt frekar hlýtt úti, og ég fæ ákveðna tilfinningu sem erfitt er að skilgreina. Það er líka allt eitthvað svo rómantískt. Ætli það hafi ekki einnig eitthvað með það að gera að ég er fædd í lok ágúst en mér finnst þetta oft vera kjörinn tími uppgjörs þar sem hægt erð að klára eitthvað sem hefur lengi staðið til, byrja á einhverju nýju og skipuleggja eitthvað spennandi. Ég ætla sko að gera allt þetta, mér verður nefnilega ýmislegt úr verki á ágústkvöldum. Síðan er haustið, uppáhaldsárstíðin mín handan við hornið.

Á bókasafnið

Við keyrðum framhjá bókasafninu um daginn og einkasonurinn bað um að fá að fara þangað. Ég lofaði honum því að fara daginn eftir þegar hann væri búinn í leikskólanum. Það fyrsta sem hann spurði þegar ég kom og sótti hann á leikskólann daginn eftir var hvort við ætluðum ekki á bókasafnið. Já, barnið er með stálminni þegar kemur að loforðum. Eins gott að standa við það sem lofað er. Við skelltum okkur því á bókasafnið og tókum nýjar bækur til að lesa fyrir svefninn í raun bæði fyrir foreldrana og soninn. Nú höfum við skipst á að lesa fyrir einkasoninn Snuðru og Tuðru og Stafakarlana og fær hann aldrei nóg af þeim. Við skellum okkur svo aftur á bókasafnið þegar öllum langar í nýjar bækur til að lesa á kvöldin.

Reykjavíkurmaraþon

Skellti mér niður í bæ í morgun til að fylgjast með mínu fólki hlaupa 10 km í Reykjavíkurmaraþoni. Óska þeim bara innilega til hamingju með áfangann enda náðu þau glæslilegum tíma. Ætli það hafi nokkuð verið hægt að vera betra veður og það var hin besta skemmtun hjá mér og einkasyninum að standa við hlaupabrautina og hvetja fólki áfram.

Stutt vinnuvika

Þá er fyrsti vinnudagurinn liðinn og ég er bara voða þreytt. Það er nokkuð ljóst að ég er ennþá að jafna mig eftir veikindin. Ágætt að það er kominn helgi. Einkasonurinn grét eins og stunginn grís þegar við skildum hann eftir í leikskólanum í morgun og hann var voða glaður að sjá mig, kappaði mér allri og knúsaði þegar ég kom að sækja hann. Það er nefnilega líka erfitt að byrja í leikskólanum eftir sumarfrí. Kristófer Óli fékk núna að horfa á spólu strax eftir leikskólanns sem gerist ekki oft en móðirin er of þreytt til að fara í göngutúr eða leika sér með bíla, en samt ekki of þreytt til að vera í tölvunni. Hann er að horfa Söngvaborg eða Sigurborg eins og hann kallar það. Er voða spenntur yfir öllum barnalögum núna og á leiðinni í sumarfríinu okkar hlustuðum við t.d. 100x á lagið og söguna um Sælgætisland með Glám og Skrám .

Vinna á morgun

Já, það er bara komið að því. Sumarfrí mínu sem ætti kannski frekar að kallast veikindafrí er lokið. Á morgun byrja ég aftur að vinna eftir um fjögurra vikna sumarfrí, þar af a.m.k. tvær vikur rúmliggjandi og hinar tvær vikurnar meira og minna slöpp. Það er svo sem ágætt að fara að vinna aftur, þá byrjar rútínan og ég get farið að hlakka til að fara aftur í frí. Lofa samt að lifa fyrir daginn í dag.

Hvert fór sumarið?

Ég skil ekki alveg hvert sumarið fór en nú er ágúst hálfnaður og ég er bara ekki frá því að haustið sé handan við hornið. Þá fara skemmtilegir tímar í hönd, fljótlega afmæli og svo finnst mér nú haustið líka alltaf eitthvað svo þægileg árstíð. Haustið er eiginlega uppáhaldsárstíðin því maður vill ekki að það taki enda og reynir að njóta hvers dags til hins ítrasta.

Ekki drasl

Við erum að reyna að kenna tveggja ára barninu okkar að taka til í herberginu sínu og höfum því meðvitað ekki lagað til þegar hann er sofnaður. Frekar fáum við hann til að hjálpa okkur við það. Það hefur kannski ekki alveg komist til skila ennþá hvernig það er gert eða hvað er álitið drasl og hvað ekki. Draslþröskuldurinn hans er greinilega aðeins hærri en okkar. Nú er herbergið hans alveg á hvolfi og amma hans kom í heimsókn í kvöld og þá átti eftirfarandi samtal sér stað: Amma: "Er drasl í herberginu þínu?" Kristófer Óli: "Nei, bara dót og bílar. " Er hægt að svara þessu?

Framlengt frí vegna veikinda

Jæja, kominn á annan lyfjakúrinn á rétt innan við þremur vikum. Núna ætla ég bara að njóta þess að vera í fríi þessa þrjá daga sem ég á eftir af Nota bene framlengdu fríi vegna veikinda. Hefði átt að byrja að vinna í dag en var veik í dag og fyrir löngu búinn að ákveða að framlengja fríið mitt aðeins. Þarf reyndar að fara aðeins upp í vinnu á morgun en fríinu mínu líkur formlega á föstudaginn þegar ég mæti galvösk til vinnu. Ég segi nú bara eins gott að ég var búinn að ákveða að taka mér vetrarfrí annars hefði verið eitthvað lítið um frí í ár þar sem ég er búinn að vera meira og minna veik frá því á öðrum frídeginum mínum. Alltaf gaman að vera í Pollýönnuleik og ég sé fram á bjartari tíma.

Göturnar í lífi mínu

Var að lesa færslu hjá fyrrverandi samstarfskonu minni og fór þá að velta fyrir mér götunum í lífi mínu, eftir smá stund að telja þær upp í huganum gafst ég upp og sá fram á að best væri að setja þær niður skriflega svo að ég myndi ekki gleyma neinu. Þinghólsbraut, Kópavogur - 1973: Bjó fyrsta árið í litlu húsi sem er fyrir löngu búið að rífa. Amma mín og afi byrjuðu sinn búskap þar en voru flutt úr því þegar ég bjó þar. Reynihvammur, Kópavogur - 1974 til1978: Var ennþá Kópavogsbúi en man ekki mikið eftir því. Man þó eftir því að ég fékk kartöflu í skóinn þar og þar átti ég líka minn fyrsta og eina páfagauk sem dó og var víst jarðaður á flugvellinum en einhverra hluta vegna mátti ég ekki fara og sjá hvar það var. Mávahlíð, Reykjavík - 1978 til 1979: Eignaðist lítinn bróður og hóf skólagöngu mína í Ísaksskóla. Man að strákurinn fyrir ofan okkur átti svakalegan flottan legokastala. Miðvangur, Hafnarfjörður - 1979 til 1980: Helstu minningarnar eru þegar ég reif glænýjan joggingalla í hr...

Kominn heim

Sumarfríið styttist að eins í annan endann vegna veikinda, það eru sem sagt 2/3 fjölskyldunnar búinn að taka út veikindi í sumarfríinu. Þetta verður því þekkt sem veikindasumarfríið mikla 2007. Þegar heilsan var sem best skemmtum við okkur vel og sumarfríð stóð sko alveg undir nafni og við gerðum allt sem skemmtilegt er að gera í sumarfríinu. En myndir segja meira en 1000 orð. Við... ...fengum góða gesti ...borðuðum góðan mat ...fórum í siglingu, þar sem sumir urðu sjóveikir ...heimsóttum nýja staði, þ.á.m. Flatey ...fórum í fjöruferð ...og héngum í pottinnum daginn út og daginn inn

Ég fer í fríið...

Jæja, ég er á leið út úr bænum og heyrist varla mikið í mér næstu vikuna þar sem ég verð í vellystingum í sumarbústað í Stykkishólmi. Er tilbúinn með nóg af afþreyingu, sama hvernig veðrið verður þá er nokkuð ljóst að það verður gaman hjá okkur.

Hægur bati

Ég held barasta að ég hafi ekki gert neitt síðustu tvær vikur þó að ég hafi verið í sumarfríi nema kannski að lesið síðustu bókina af Harry Potter og hóstað úr mér lungun. Er ennþá með kvef og hósta og alls ekki orðinn nógu hress. Var dauðþreytt eftir búðarferð í dag. Læt það þó ekki stoppa mig og ætla í fyrsta skiptið í mörg ár út fyrir borgarmörkin um Verslunarmannahelgina, en stefnan er tekin á Stykkishólm næstu vikuna.