Fara í aðalinnihald

Færslur

Sýnir færslur frá apríl, 2007

Heimsins bestu sokkar

Bestu sokkar sem til eru í öllum heiminum fást í Marks & Spencer . Ég keypti mér fyrst svona sokka fyrir nákvæmlega þremur árum eftir ábendingu frá íslenskri konu og nú er síðasta parið loksins að verða ónýtt. Ég var sko ekki svikinn af þessari ábendingu og hef nánast notað svona sokka í hverri viku síðan ég keypti þá. Þegar ég var að fara í síðasta parið mitt fyrir nokkru, hugsaði ég sem svo að það væri nú gaman ef ég þekkti einhvern sem væri að fara til London eða Englands. Ég fékk drauma mína uppfyllta og nú er ég búinn að panta svona par og vonast til að vera kominn með það í hendurnar eftir svona rúmlega viku. Reyndar fæst margt skemmtilegt í Marks & Spencer. Síðast þegar ég fór til London, fyrir einmitt þremur árum þá var ég verðandi móðir og keypti nokkur ungbarnanáttföt á barnið sem var á leiðinni. Sá ekki eftir því, þar sem það var þvegið og þvegið og þá hent í þurrkarann en ekki sást á því. Þannig að ef þú lesandi góður ert að fara til London eða Englands einhverntím...

Langur laugardagur

Það var langur laugardagur hjá fjölskyldunni í dag. Sund, Smáralind, hádegisverður í Hörgatúni, Kringlan, Laugavegsrúntur, tekið á móti gestum, bíó, afmælisbarn heimsótt og loks í rúmmið með tölvunni.

Föstudagur

Æ, það er ágætt að það er föstudagur í dag. Langt síðan ég hef beðið svona eftir helginni og svo kannski langt síðan að vikan var svona löng, þ.e. full vinnuvika. Í kvöld ætla ég að sitja með tærna upp í loftið og gera alls ekki neitt, nema kannski horfa á eitthvað lélegt skemmtiefni í sjónvarpinu. Það er fullkomið föstudagskvöld.

Týndir foreldrar

Var að lesa fyrir einkasoninn bókina "Palli var einn í heiminum" . Þar var ein setning um að Palli finnur hvorki mömmu sína eða pabba. Þau eru bara týnd. Þá heyrist í mínum: Mamma og pabbi kannski í bíó, greinilegt hvert foreldrarnir fara þegar þau týnast.

Nýr miðbær Reykjavíkur

Fékk með tölvupósti í dag nýjustu miðbæjarplönin og fannst þetta svo skondið að ég sendi þetta út um allar trissur. Læt þessa mynd líka hingað til að minna á að hinn gullni meðalvegur er alltaf bestur.

Ávextir

Ég sé um að kaupa ávexti í vinnuni þennan mánuðinn en sú nýbreytin var tekinn upp í haust að kaupa ávaxtakörfu einu sinni í viku sem starfsmenn geta hámað í sig. Starfsmenn taka svo að sér að fylla ávaxtakörfurnar einn mánuð í senn. Við erum kannski ekki eins dugleg og Danirnir en þetta er ágætis nýbreytni og vegur vel uppá móti öllu því sælgæti sem flæðir inn á kaffistofuna. Eins og á svo mörgum vinnustöðum er það líka til siðs að kaupa sælgæti handa kaffistofunni þegar farið er til útlanda. Á morgun ætla ég að fara í Hagkaup og kaupa fullt af ávöxtum og kannski prófa einhvern nýjan og skrítinn ávöxt.

Bókahillur

Fyrir um viku síðan ákvað ég að það væri loksins kominn tími til að taka til í bókahillunum okkar tveimur þar sem það var byrjað að flæða út um það. Það var búið að troða bókum, blöðum og drasli alls staðar þar sem það var lítið gat. Ég tók mig því til og tók allt út úr bókahillunum og raðaði því á borðstofuborðið. Raðaði bóknum, möppunum og blöðunum í hópa eftir því hvert þeir ættu að fara og hvernig væri best að fara yfir það. Nú um viku seinna hef ég farið snemma að sofa þrisvar sinnum, í heimsókn tvö kvöld og setið í leti tvö kvöld. Það gerir það að verkum að dótið er allt ennþá á borðstofuborðinu. Kannski er betra að drífa sig að gera eitthvað í staðinn fyrir því að hanga í tölvunni. Ég held að þetta sé dagurinn sem ég tek til í bókahillunum og öllu draslinu þar.

Bakstur og sumardagurinn fyrsti

Mikið hefur verið rætt um sumardaginn fyrsta og skilja margir ekki af hverju það er verið að halda uppá hann. Mér persónulega finnst ágætt að vera með smá aukafrí og set hátíðarhöld sumardagsins fyrsta á hina óbilandi bjartsýni Íslendingsins. Það á meira að segja að vera gott ef það er frost á sumardaginn fyrsta og best er ef vetur og sumar frís saman. Hver hefur heyrt talað um frost að sumri til aðrir en Íslendingar. Ég er a.m.k. stollt af því að vera Íslendingur sem hofir jákvætt á frost að sumarlagi. Einkasonurinn sló í gegn í gær, sumardaginn fyrsta við bakstur. Að sjálfsögðu var hann í aðalhlutverki við baksturinn og bakaði bæði snúða og köku en móðir hans var einungis í eldhúsinu til að hjálpa honum smávegis. En eitthvað hefur hann gert rétt eða aðstoðarmaður hans, því húsbóndinn á heimilinu var mjög ánægður með afrakstur bakstursins.

Gleðilegt sumar

Aldeilis komið sumar á Íslandi með tilheyrandi frosti! Við fengum að vita í gær að við hefðum fengið sumarbústað á Stykkishólmi fyrstu vikuna í ágúst. Mér telst til að það sé hvorki meira né minna en verslunarmannahelgin. Sem sagt partý og læti á Stykkishólmi um verslunarmannahelgina - öllum boðið. En ef öllu gríni er sleppt þá er þetta reyndar íbúð í sjálfum bænum en mér líst bara ágætlega á en við eigum ennþá eftir að ákveða hvort að við tökum hana eða ekki. Höfum helgina til að ákveða okkur. Hvað varðar parýhald þá erum við nú þekktari fyrir eitthvað annað en að vera í hörkudjammi um verslunarmannahelgina. Síðasta sumar þegar við fórum í sumarbústað gleymdum við að fara í ríkið, svo mikil var parýþörfin.

Dottinn í það...

Ég er alveg dottinn inn í þessi Internetpróf. Læt annað fylgja en er búinn að prófa miklu, miklu fleiri. You Are New York Cosmopolitan and sophisticated, you enjoy the newest in food, art, and culture. You also appreciate a good amount of grit - and very little shocks you. You're competitive, driven, and very likely to succeed. Famous people from New York: Sarah Michelle Gellar, Tupac Shakur, Woody Allen What American City Are You?

Ekkert að segja

Ég hef voða lítið að segja þessa dagana. Þannig að ég læt eitt Internetpróf fylgja með. You Are Barney You could have been an intellectual leader... Instead, your whole life is an homage to beer You will be remembered for: your beautiful singing voice and your burps Your life philosophy: "There's nothing like beer to give you that inflated sense of self-esteem." The Simpsons Personality Test

Fermingarafmæli

Ég gerði alveg stórmerkilega og frekar óþægilega uppgötvun um daginn. Eiginmaðurinn minntist þess að það væru 25 ár síðan hann fermdist og fannst mér það frekar fyndið hvað það væri langt síðan. Eftir að hafa hlegið að því í smá tíma uppgötvaði ég mér til minni skemmtunar að í ár eru 20 ár síðan ég fermdist. Á morgun, þann 16. apríl á ég einmitt 20 ára fermingarafmæli. Ef það er ekki ástæða til að halda uppá eitthvað þá veit ég ekki hvað. Ég finn a.m.k. uppá einhverju. Þá er það bara sunnudagsgetraunin, hvað heitir kirkjan sem ég fermdist í og hvar er hún staðsett? Vísbending er myndin af kirkjunni hér að ofan.

Prúðuleikararnir

Dottin niður á YouTube og í dag vorum við einkasonurinn aðeins að skoða Prúðuleikarana . Móðirin með smá nostalgíufíling en sonurinn að uppgötva þá í fyrsta skiptið. Those were the days... eða þetta... Annars er smá video eða eins og "unga fólkið" segir dvd kvöld hjá okkur. Það gerist ekki oft á þessum síðustu og verstu tímum þannig að við tókum bara tvær myndir á leigu The Devil wears Prada og Departed . Jæja, best að fara að horfa á sjónvarpið.

Ekki lengur

Ekki lengur veik, eða a.m.k. ekki að nafninu til. Fór í vinnuna í morgun en var heldur tuskuleg í allan dag og núna er ég alveg búinn á því. Frétti í vinnunni að ég hefði nú kannski bara verið með snert af flensunni, hár hiti og beinverkir. Fórum svo í hið vikulega sund með drenginn. Einkasonurinn fékk að fara í fínu sundskóna sína sem amma hans keypti í Ameríku. Þeir eru mjög góðir og minnka til muna hættuna á því að renna og detta. Fréttum hjá föður samnemenda að hún hefði átt svona skó og í óspurðum fréttum fylgdi það söguninn að auðvitað hefði faðirinn týnt þeim. Þau höfðu svo leitað út um allan bæ en þeir eru ófáanlegir hérna. Til að gera langa sögu stutta þá kom bara einn sundskór með okkur heim!

Málshættir fjölskyldunnar

Að þessu sinni var ekkert páskaegg frá Nóa Siríus á boðstólnum um páskana en það kom ekki að sök, páskaeggin frá Góu og Freyju runnu jafn ljúflega niður fjölskyldumeðlimi. Húsmóðirin tókst reyndar bara að borða einn bita af sínu páskaeggi þetta árið sökum veikinda en var auðveldlega dregin í land. Málshættirnir röðuðust eftirfarandi: Húsmóðirin: "Hamingjusamt hjónaband er hús sem reisa verður daglega" Húsbóndinn: "Kona sem aldrei hefur horft á manninn sinn veiða, veit ekki hvílíkum þolinmæðismanni hún er gift" Einkasonurinn: "Sumum mönnum fer hatturinn betur en höfuðið" Og þar hafið þið það.

Ennþá

Já páskaliljan er víst ennþá veik. Skil ekkert í þessu. Er voða hress inná milli en svo ríkur hitinn upp í 38,5°C. Mætti halda að hitamælirinn sé bara bilaður, nánast alltaf sami hiti en mér líður nú ekki sem best og er því nokkuð viss um að hitamælirinn sé ekki að plata mig. Því miður þá sé ég fram á að vera heima líka á morgun. Ég er kominn með hundleið á því að sitja heima, hvað á ég að gera? Nú er ég hætt að tala um veikindi enda að koma vor og ekki meiri veikindi - að minnsta kosti í bili.

Fíkill

Ég heiti Lilja Bjarklind og ég er Grey's Anatomy-isti . Hjálp!!! Búinn að horfa á 12 þætti á þremur dögum, s.s. fjóra þætti á hverjum degi. Þó svo að það sé páskafrí þá er það ekki þar með sagt að maður eigi að planta sér fyrir framan sjónvarpið/tölvuna. Á hinn bóginn er ég búinn að vera veik í tvo daga og ekkert komist út. Eins gott að ég er búinn að horfa á alla þætti sem ég kemst í áður en augun verða ferköntuð. Ég ráðlegg engum á að byrja að horfa á þennan ágæta þátt , það er a.m.k. á eigin ábyrgð... ...þú ert fallinn eftir fyrsta þátt.

Páskaliljan

Gleðilega páska. Ég skildi ekkert í því hvað það var erfitt að vera löt í gær og mig langaði ekkert í páskaeggið mitt. Ekki fyrr en ég mældi mig um miðjan daginn eftir að ég var búinn að sofa í 1 1/2 tíma og fattaði að ég var með 38,5°C hita og beinverki. Vissi nú ekki hvað beinverkir voru hérna fyrir nokkrum árum en hef svo komist að því eftir því sem árin færast yfir. Ég hef því ekki gert margt og hundleiðist alveg. Það ætti að banna veikindi í páskafríum.

Leti, leti, leti

Leti er það sem þetta páskafrí hefur gengið út á. Gerðum lítið í gær nema að fara í smá göngutúr í "garðinum okkar", þ.e. dalnum. Nú er komið hádegi á laugardardegi og ég get ekki sagt að það hafi mikið verið framkvæmt í dag. Það er ekki eins skemmtilegt gönguveður eins og síðustu tvo daga þannig að stefnan er tekin á sundstað. Það er hvort sem er blautt úti. Einkasonurinn ætlar svo að hitta ömmu sína sem var í flugvélinni, að hans sögn eingöngu til að kaupa dót og súkkulaði.

Skírdagur

Það var ótrúlega gott verður í dag og við nýttum okkur það eins og við gátum. Fórum í þriggja tíma göngutúr með smá stoppi í Bónus. Komum svo heim og fórum síðan aftur smávegis göngutúr og leyfðum Kristófer Óla að prófa hjólið sitt. Þ.e. Kristófer Óli sat á hjólinu og pabbi hans ýtti því. Góður og skemmtilegur dagur og fín byjun á páskafríi.

A eða B?

Laugardags- og sunnudagskvöld sofnaði ég með syni mínum á milli kl. 21.00 og 22.00 bæði kvöldin og var það nú bara nokkuð gott að sofna svona snemma. Greinilega uppbyggð þreyta þar sem ég svaf alla nóttina í bæði skiptin. Í gærkvöldi hugsaði ég mér gott til glóðarinnar og ætlaði sko að horfa á CSI og byrjað á því. Var voða spennt að vita hver væri morðinginn en allt kom fyrir ekki, um kl. 22.20 var mín sofnuð í sófanum og þó ég hafi rumskað nokkrum sinnum þá náði ég ekki að fylgjast með þættinum heldur bara snúa mér á hina hliðina og loks skríða upp í rúm. Fyrir vikið hef ég vaknað um kl. 6.00 alla morgna og getað kúrt til kl. 7.00. Ég er kannski bara efni í A-manneskju og ég sem hélt alltaf að ég væri B-manneskja.

Bíltúr

Fórum í langan bíltúr í gær eða um 200 km hvora leið. Erum svolítið þreytt og lúin eftir ferðalagið en einnig södd og sátt. Það var tekið mjög vel á móti okkur, fengum að vera viðstödd skírn, fengum dýrindis lamahrygg og köku á eftir og fengum að sitja í jeppa uppá afafjall. Ekki amalegt það. Á leiðinni til baka kíktum við á fyrrum heimaslóðir mínar og þó svo að það séu komin nokkur ný hús, greinilega ekki allt sama fólkið sem býr í húsunum og skólabyggingin aðeins stækkað þá fannst mér samt eins og tíminn hafi staðið í stað á þeim 10 til 15 árum sem hafa liðið síðan ég bjó þarna síðast. En að sjálfsöguðu hafa orðið heilmiklar framfarir á staðnum eins og annars staðar, líklega hef ég bara breyst meira en staðurinn.

Esjan

Borgarbarnið mitt fór með okkur út fyrir borgarmörkin í dag. Hvert einasta fjall sem hann sá benti hann á og sagði; "Þetta er stjóra fjallið Esjan". Já, þegar maður er borgarbarn koma víst ekki fleiri fjöll til greina en Esjan.