Þá er vinnuvikan mín loksins búinn sem að þessu sinni var tólf dagar því ég vann einnig síðustu helgi. Langþráð frí loksins orðið að veruleika og ég er svooooooo glöð.
Árshátíðin í vinnunni er næstu helgi, þann 17. mars eins og svo margar aðrar árshátíðir. Ég er ein af þremur í starfsmannafélaginu og hef því tekið þátt í undirbúiningi árshátíðarinnar og er allt að smella saman. Í dag drógum við í vinaleiknum sem hefur einnig verið í gangi síðustu ár, nokkra daga fyrir árshátíð. Ég er nokkuð sátt við þann vin sem ég dró og á að gleðja nk. miðvikudag, fimmtudag og föstudag. Þar sem hugmyndaflugið mitt virðist stundum ekki njóta sín nógu vel undir pressu eru ALLAR HUGMYNDIR VEL ÞEGNAR.
Í framhaldi af árshátíðarumræðu er hægt að nefna það að hver deild innan vinnustaðarins þarf að koma með heimatilbúið skemmtiatriði á árshátíðina og hefur þessi vika hjá minni deild farið í það að finna alltaf nýtt og nýtt skemmtiatriði sem við erum viss um að slær í gegn þegar hugmynd að því kemur en við nánari umhugsun gengur það ekki upp. Við erum núna loks komin að niðurstöðu, eða vonandi. Þá taka við stífar æfingar...
Árshátíðin í vinnunni er næstu helgi, þann 17. mars eins og svo margar aðrar árshátíðir. Ég er ein af þremur í starfsmannafélaginu og hef því tekið þátt í undirbúiningi árshátíðarinnar og er allt að smella saman. Í dag drógum við í vinaleiknum sem hefur einnig verið í gangi síðustu ár, nokkra daga fyrir árshátíð. Ég er nokkuð sátt við þann vin sem ég dró og á að gleðja nk. miðvikudag, fimmtudag og föstudag. Þar sem hugmyndaflugið mitt virðist stundum ekki njóta sín nógu vel undir pressu eru ALLAR HUGMYNDIR VEL ÞEGNAR.
Í framhaldi af árshátíðarumræðu er hægt að nefna það að hver deild innan vinnustaðarins þarf að koma með heimatilbúið skemmtiatriði á árshátíðina og hefur þessi vika hjá minni deild farið í það að finna alltaf nýtt og nýtt skemmtiatriði sem við erum viss um að slær í gegn þegar hugmynd að því kemur en við nánari umhugsun gengur það ekki upp. Við erum núna loks komin að niðurstöðu, eða vonandi. Þá taka við stífar æfingar...
Ummæli
b) settu fallegt ljóð á fallegan pappír og láttu á borðið
c) kauptu fallegn kaffibolla hægt að fá bolla á 200 kr út um allt, settu á hann slaufu, á mínum vinnustað eru í það minnsta allir með eiginn kaffibolla.
d)leggðu fallega á borð þar sem þið borðið með serviettu og kerti og kannski dúk og merktu sætið vini þínum.
e) brilljant hugmynd sem vinur minn var með þegar þetta var hjá okkur einu sinni var að hann tók myndir af sér með grímu (færð öskudagsgrímurnar á hálfvirði í dag í hagkaup og í leikfangabúðunum) og lak fyrir andlitinu, svona eins og arabarnir og svo afhjúpaði hann alltaf aðeins á hverri mynd og lét hina og þessa færa mér myndina og þegar það átti að afhjúpa leynivininn þá mætti hann með mynd af sér. Þú getur stofnað mail og sent honum myndirnar í tölvupósti...
f) láttu einhvern færa honum vínber eða aðra ávexti til að nasla.
g) skemmtilegt að skrifa alltaf eitthvað fallegt í hvert skipti sem þú gerir eitthvað.
Málið er að vera hugmyndaríkur en ekki að láta þetta kosta mikið. Hringdu ef þig vantar fleiri hugmyndir!
Kveðja Guðmundur góði ;)
Takk kærlega fyrir góðar hugmyndir, ég mun örugglega nota einhverjar af þeim.
Sveinbjörn þakkar fyrir sig.