Vinaleikurinn er hafinn í vinnuni að fullum krafti. Ég læddist inn í skrifstofu vinar míns í gær og skildi þar eftir smá gjöf. Tja, ég er alveg viss um að vinur minn lesi ekki þessa síðu þannig ég get sagt að gjöfin sé hjartalagabangsi handa kvennmanni sem er vinur minn. Fleiri gjafir eru planaðar í dag, ælta að láta bolla með brjóstsykursmolum í pósthólfið hennar og kannski senda einn vinalegan tölvupóst.
Vinur minn skildi eftir pakka sem innnihélt fínasta súkkulaði sem beið mín á skrifstofunni þegar ég mætti og fallegt kort við, handskrifað. Af pakkanum og skriftinni að dæma er ég nokkuð viss um að vinur minn sé karlmaður sem þrengir leitina all verulega því þeir eru í minnihluta á mínum vinnustað. En það kemur í ljós seinna.
Vinur minn skildi eftir pakka sem innnihélt fínasta súkkulaði sem beið mín á skrifstofunni þegar ég mætti og fallegt kort við, handskrifað. Af pakkanum og skriftinni að dæma er ég nokkuð viss um að vinur minn sé karlmaður sem þrengir leitina all verulega því þeir eru í minnihluta á mínum vinnustað. En það kemur í ljós seinna.
Ummæli