Það er allt að verða vitlaust í vinnunni, á að fara að opna nýjan vef á föstudaginn og það er verið að tengja alla lausa enda. Ég er því mikið að vefast í vinnunni þessa daga þó svo að það sé í raun ekki mitt starf. Svo sem ágæt tilbreyting en verst að það gerir enginn mín störf á meðan. Það verður gaman þegar nýr vefur opnar, þar sem ég hef verið með frá byrjun og skemmtilegt að hafa komið að þessu nánast frá öllum áttum, nema kannski minnst forritað.
Jæja, þá er bara að hella sér í það að senda skattmann eitthvað skemmtilegt, svona eins og eitt stykki skattframtal.
Jæja, þá er bara að hella sér í það að senda skattmann eitthvað skemmtilegt, svona eins og eitt stykki skattframtal.
Ummæli