Var að taka til í myndunum okkar og fann þá myndir sem voru teknar á sama tíma síðustu þrjú ár. "Little trip down memory lane..."
Þessi mynd er tekin 2. mars 2004. Ég og Sigurborg í heimsókn hjá Huldu frænku, nýófrískar af stráknunum okkar.
Þessi mynd er tekin 2. mars 2005. Kristófer Óli steinsofandi á Holtsgötunni og aðeins 4. mánaða.
Þessi mynd var svo tekin fyrir um ári síðan, 8. mars 2006. Kristófer Óli orðinn rúmlega eins árs gamall að lesa bækur inni í herberginu sínu.
Í dag eru þrjú ár síðan ég átti einkasoninn, já ótrúlega fljótt að líða. Að sjálfsögðu er ég eins og flestar mæður og segi það hiklaust að þetta sé stærsta upplifun lífsins og besta og mesta afrek sem ég hef gert. Á þessum tíma fyrir þremur árum var ég búin að vera með hríðir í rúmlega sólahring og búið að sprengja belginn, komin með dripp í æð og ljósmóðirin sem var að fara að vakt var hálf svekkt yfir því að þurfa að fara þar sem hún var viss um að barnið væri að koma. Hann leit dagsins ljós sex tímum seinna.
Ummæli