Ég er búinn að fá þriðju og líklega síðustu gjöfina mína frá vini mínum og ég hef ekki hugmynd um hver það er. Búinn að spá mikið í þessu svo mikið að ég hef varla tíma til að vinna. Búinn að giska á hálfan vinnustaðinn, bera saman rithandarsýnishorn og ég veit ekki hvað. En ekkert gengur. Ég er eiginlega búinn að gefast upp og játa mig sigraða. Í dag fékk ég aftur voða fallegt kort af listaverki og 80 ára gamla skeið sem stendur á Lilja. Eitthvað kannast ég bæði við skeiðina og rithöndina en kem því bara alls ekki fyrir mig.
Minn vinur fékk í dag; bolla til að drekka kakóið sitt sem hún drekkur á hverjum morgni, vatnsbrúsa fyrir leikfimina sem hún fer í þrisvar sinnum í viku og litla sæta skál til að setja eitthvað fallegt í. Vona að vini mínum hafi líkað það sem hann fékk frá mér.
Minn vinur fékk í dag; bolla til að drekka kakóið sitt sem hún drekkur á hverjum morgni, vatnsbrúsa fyrir leikfimina sem hún fer í þrisvar sinnum í viku og litla sæta skál til að setja eitthvað fallegt í. Vona að vini mínum hafi líkað það sem hann fékk frá mér.
Ummæli