Ekki var það nú skemmtilegt veður í dag, en ég er alltaf svo bjartsýn að ég er viss um að það sé að koma vor. Jæja, það kemur a.m.k. að lokum.
Ég fór út í göngutúr í dag með einkasyninum og það lá við að við urðum úti. Endaði með því að ég varð að hringja í eiginmanninn og biðja hann um að koma að sækja okkur. Einkasonurinn var nú í góðum málum, í flíspeysu og buxum, stígvélum og pollagalla en ég hafði ekki haft vit á því að fara í pollabuxur og var orðinn hundblaut á rassinum. Aðstæður voru nú þannig að við vorum með vindinn í bakið mest alla leiðina en við (þ.e.a.s. ég) nenntum ekki að snúa við og hafa þá vindinn og þar með rigninguna framan í okkur á leiðinni til baka þannig að heitur bíll var einhvernveginn mikilu meira freistandi. Þó svo að maður eigi bara að skilja símann eftir í göngutúr og njóta náttúrunnar þá var ég feginn að hafa tekið gemsann með í þetta skiptið.
Ég fór út í göngutúr í dag með einkasyninum og það lá við að við urðum úti. Endaði með því að ég varð að hringja í eiginmanninn og biðja hann um að koma að sækja okkur. Einkasonurinn var nú í góðum málum, í flíspeysu og buxum, stígvélum og pollagalla en ég hafði ekki haft vit á því að fara í pollabuxur og var orðinn hundblaut á rassinum. Aðstæður voru nú þannig að við vorum með vindinn í bakið mest alla leiðina en við (þ.e.a.s. ég) nenntum ekki að snúa við og hafa þá vindinn og þar með rigninguna framan í okkur á leiðinni til baka þannig að heitur bíll var einhvernveginn mikilu meira freistandi. Þó svo að maður eigi bara að skilja símann eftir í göngutúr og njóta náttúrunnar þá var ég feginn að hafa tekið gemsann með í þetta skiptið.
Ummæli