Einkasonurinn á það til að ýkja aðeins eins og hann á ætt til. Í morgun þegar við lögðum af stað í snjókomu og hálku var það greinilegt að ekki voru allir jafnvelbúnir þar sem bílar spóluðu þvers og krus og röðin að ljósunum (sem við þurfum að keyra framhjá þegar við erum búinn að fara á leikskólann) náði langt inn í botnlangann hjá okkur. Leiðin að leikskólanum sem tekur yfirleitt 1-2 mínútur í bíl, tók í morgun 10-15 mínútur.
Þegar við vorum kominn í leikskólann spurði einn leikskólakennarinn einkasoninn hvort að hann hefði nokkuð verið að spóla í brekkunni. Hann sagði nei eins og rétt er en sagði svo, bara pabbi. Stuttu seinna bætti hann við og mamma.
Þegar við vorum kominn í leikskólann spurði einn leikskólakennarinn einkasoninn hvort að hann hefði nokkuð verið að spóla í brekkunni. Hann sagði nei eins og rétt er en sagði svo, bara pabbi. Stuttu seinna bætti hann við og mamma.
Ummæli