Fór á frænkukvöld í gærkvöldi og það var nú nokkuð skemmtilegt að hitta frænkurnar og fá nokkrar kjaftasögur sem ekki verða sagðar hér. Mikið rabbað og mikið fjör. Mikið etið og mikið hlegið. Í alla staði skemmtilegt frænkkvöld. Er strax farinn að hlakka til næsta frænkukvölds. Við kláruðum vefinn í dag í vinnunni og opnuðum hann með smá viðhöfn í fundarsalnum. Mikið var það nú gott að vera búinn að þessu. Sá nú strax margar villur en það verður bara að hafa það. Verður lagað á næstu dögum. En núna er ég alveg búinn, kominn í náttfötin og sest fyrir framan imbann. Nennti ekki einu sinni í leikfimi í kvöld. Ég ætla bara að planta mér fyrir framan sjónvarpið og horfa á restina af annarri seríu af Grey's Anatomy , næssss...
Sögur úr úthverfinu