Fara í aðalinnihald

Færslur

Sýnir færslur frá mars, 2007

Loksins helgi

Fór á frænkukvöld í gærkvöldi og það var nú nokkuð skemmtilegt að hitta frænkurnar og fá nokkrar kjaftasögur sem ekki verða sagðar hér. Mikið rabbað og mikið fjör. Mikið etið og mikið hlegið. Í alla staði skemmtilegt frænkkvöld. Er strax farinn að hlakka til næsta frænkukvölds. Við kláruðum vefinn í dag í vinnunni og opnuðum hann með smá viðhöfn í fundarsalnum. Mikið var það nú gott að vera búinn að þessu. Sá nú strax margar villur en það verður bara að hafa það. Verður lagað á næstu dögum. En núna er ég alveg búinn, kominn í náttfötin og sest fyrir framan imbann. Nennti ekki einu sinni í leikfimi í kvöld. Ég ætla bara að planta mér fyrir framan sjónvarpið og horfa á restina af annarri seríu af Grey's Anatomy , næssss...

Vor?

Ég held bara að það sé að koma vor. Að minnsta kosti er gott veður úti, fermingaveislur, páskar og apríl á næsta leiti. Æ, það er nú skemmtilegur tími. Ég gæti jafnvel trúað því að sumarið komi einhverntíma næstu mánuði.

Augun í kross

Ég held bara að augun í mér séu kominn í kross eftir að hafa hangið fyrir framan tölvuna síðustu daga, og ennþá sit ég fyrir framan tölvuna. Greinilega tölvunörd. Aðallega hef ég verið í tölvunni í vinnunni en einnig smá hérna heima. Búinn að vinna tvo daga í röð til kl. 18.30, eiginlega þrjá daga af síðustu fjórum þar sem ég var líka að vinna á sunnudaginn. Alla síðustu daga hef ég varla mátt vera að því að fara í mat eða kaffi og ég er eiginlega farinn að lengja svolítið mikið eftir páskafríi. Æ, hvað ég ætla að hafa það gott þá.

Húsfundur

Hinn árlegi aðalfundur húsfélagsins var í kvöld. Föðursystir hans Kristófers Óla var svo góð að koma og passa uppá einkasoninn þannig að við gátum bæði farið á fundinn. Við erum að fá nýja nágranna, virðist vera eins og árlega sé ein endurnýjun í stigagangnum, sem ég kalla nokkuð gott því það eru bara átta íbúðir. Fyrir tveimur árum voru það við, í fyrra voru það nágrannar fyrir neðan okkur og núna er það íbúð, ská fyrir ofan okkur. Ákveðið var að skipta um hurðar út á gang og jafnvel millihurð. Við fáum þá nýja og flotta eldvarnarhurð hjá okkur og það besta er að það er nóg til í sjóðinum þannig að við þurfum ekki að safna sérstaklega fyrir því. Eiginmaðurinn var svo kosinn sem fulltrúi stigagangsins á húsfund stóra húsfélagsins sem er á morgun.

Brjáluð vinna

Það er allt að verða vitlaust í vinnunni, á að fara að opna nýjan vef á föstudaginn og það er verið að tengja alla lausa enda. Ég er því mikið að vefast í vinnunni þessa daga þó svo að það sé í raun ekki mitt starf. Svo sem ágæt tilbreyting en verst að það gerir enginn mín störf á meðan. Það verður gaman þegar nýr vefur opnar, þar sem ég hef verið með frá byrjun og skemmtilegt að hafa komið að þessu nánast frá öllum áttum, nema kannski minnst forritað. Jæja, þá er bara að hella sér í það að senda skattmann eitthvað skemmtilegt, svona eins og eitt stykki skattframtal.

Ekkert nema Skattmann

Gerðist nú ekki mikið annað í dag en að ég mætti í vinnuna kl. 10.02 og fór úr henni kl. 19.14. Á morgun eigum við að skila skattframtalinu. Fengum smá frest eins og sönnum Íslendingum sæmir og eins og sönnum Íslendingum sæmir byrjuðum við á skattframtalinu í kvöld. Það verður alltaf þægilegra og þægilegra með hverju árinu sem líður. Næstum búið að setja allt inn fyrir mann og það eina sem maður þarf að gera er að samþykkja, meira að segja hægt að senda upplýsingar úr bankanum á skattframtalið. Greinilegt að ríkið fylgist vel með manni. Ég þarf nú samt alltaf að reikna þetta allt út aftur þannig að þó að við séum búinn að fara yfir skattframtalið þá geri ég ráð fyrir að eyða mánudagskvöldinu í það að reikna út hvort að mínar tölur séu ekki örugglega réttar hjá Skattmann.

Það er úti veður vont

Ekki var það nú skemmtilegt veður í dag, en ég er alltaf svo bjartsýn að ég er viss um að það sé að koma vor. Jæja, það kemur a.m.k. að lokum. Ég fór út í göngutúr í dag með einkasyninum og það lá við að við urðum úti. Endaði með því að ég varð að hringja í eiginmanninn og biðja hann um að koma að sækja okkur. Einkasonurinn var nú í góðum málum, í flíspeysu og buxum, stígvélum og pollagalla en ég hafði ekki haft vit á því að fara í pollabuxur og var orðinn hundblaut á rassinum. Aðstæður voru nú þannig að við vorum með vindinn í bakið mest alla leiðina en við (þ.e.a.s. ég) nenntum ekki að snúa við og hafa þá vindinn og þar með rigninguna framan í okkur á leiðinni til baka þannig að heitur bíll var einhvernveginn mikilu meira freistandi. Þó svo að maður eigi bara að skilja símann eftir í göngutúr og njóta náttúrunnar þá var ég feginn að hafa tekið gemsann með í þetta skiptið.

Pizzadagur og pizzur

Föstudagar eru oft pizzadagar. Einu sinni pöntuðum við alltaf pizzu. Þegar við bjuggum úti í Danmörku þá voru bara til Tyrkjapizzur og þær eru nú ekki góðar. Þið sem hafið búið úti í Danmörku vitið alveg hvað ég er að tala um. Þar sem engar nánast almennilega pizzur voru að fá í bænum okkar í Danmörku þá lærðum við að búa til okkar eigin pizzu sem smakkaðist miklu betur en aðrar pizzur.Hins vegar þegar við fluttum heim aftur þá tókum við upp fyrri ósiði og byrjuðum að panta pizzur. Dominos varð fyrst fyrir valinu enda innan við tveggja mínútna gangur frá heimilinu þangað. Fljótlega urðum við leið á því og þá fórum við á Eldsmiðjuna sem klikkar ekki. Eftir að við gerðumst úthverfabúar þá var nokkuð lengra í Eldsmiðjuna og fórum við aftur að prófa okkur áfram við gerð heimabakaðrar pizzu. Í desember á þessu ári fékk Siggi svo pizzaofn í afmælisgjöf og höfum við notað hann síðan, að mestu leyti. Í kvöld fengum við okkur pizzu ala Siggi og ég verð að segja að hér í Hólmanum eru bestu piz...

Storyteller

Einkasonurinn á það til að ýkja aðeins eins og hann á ætt til. Í morgun þegar við lögðum af stað í snjókomu og hálku var það greinilegt að ekki voru allir jafnvelbúnir þar sem bílar spóluðu þvers og krus og röðin að ljósunum (sem við þurfum að keyra framhjá þegar við erum búinn að fara á leikskólann) náði langt inn í botnlangann hjá okkur. Leiðin að leikskólanum sem tekur yfirleitt 1-2 mínútur í bíl, tók í morgun 10-15 mínútur. Þegar við vorum kominn í leikskólann spurði einn leikskólakennarinn einkasoninn hvort að hann hefði nokkuð verið að spóla í brekkunni. Hann sagði nei eins og rétt er en sagði svo, bara pabbi. Stuttu seinna bætti hann við og mamma.

Besti dagur vikunnar?

Lifið er að komast í fastar skorður eftir árshátíðaræsing síðustu viku. Búinn að margþakka vini mínum fyrir góðar gjafir sem var reyndar karlmaður eins og mig grunaði. Ótrúlegt hvað maður er alltaf þreyttur á miðvikudögum. Er samt kominn að þeirri niðurstöðu að miðvikudagar séu bestu dagar vikunnar, sérstaklega miðvikudagskvöld. Þá er farið að syttast í helgi en samt á maður alveg föstudagskvöld eftir sem eru líka nokkuð þægileg. Reyndar er kl. 15.30 á föstudögum líka fínn tími, hálftími í helgi. Já, svo eru helgarnar líka skemmtilegar. Tja ætli að hver dagur, hver klukkutími og jafnvel hver mínútu sé á vissan hátt besti tími vikunnar, fer bara eftir því hvernig maður lítur á það. Hver er uppáhalds dagurinn ykkar?

Stuð á árshátíð

Við fengum nú ekki Olsen bræður eða Eika Hauks til að spila hjá okkur á árshátíðinni nú á laugardaginn eins og ónefnt fyrirtæki hér í borg. Hinsvegar fengum við diskótekið Dollý og já, það var einu sinni spilað nýja Eurovisionlagið með Eiríki Haukssyni. Annars var árshátíðin í alla staði mjög skemmtileg. Hver deild hjá okkur var með skemmtiatriði og auðvitað var okkar skemmtiatriði lang best en hin voru líka mjög skemmtileg. Við sömdum nýjan texta og sungum svo lagið "Islands in the stream" með Dolly Parton og Kenny Rogers en lagið er einnig þekkt undir nafninu kósíheit parexelans með Baggalút. Fordrykkur var á Álftanesinu hjá einni samstarfskonu minni og þar var gerður upp vinaleikurinn sem ég var í forsvari fyrir. Ég giskaði á tvo aðila og annar þeirra var vinur minn. Gekk reyndar frekar vel hjá sumum að giska á og skemmtilegar sögur komu út frá þessu. Síðan tókum við rútu alla leið upp í Grafarholt þar sem árshátíðin var haldin með dýrindis mat, áðurnefndum skemmtiatriðum....

Tölvulaus

Hleðslutækið í tölvunni okkar tók uppá því að hætta að hlaða batteríið þannig að ég dreif mig upp í EJS í morgun til að fá nýtt hleðslutæki. Lagerinn var auðvitað lokaður á laugardegi og ekkert hleðslutæki eins og okkar til í búðinni. Þannig að við verðum a.m.k. tölvulaus um helgina, ætli við lifum það af? Er nú ekki alveg viss um það. Ekkert verður því blöggað meira um helgina en ég er á leiðinni á árshátíð í kvöld. Júhú...

Vinaleikur - Dagur þrjú

Ég er búinn að fá þriðju og líklega síðustu gjöfina mína frá vini mínum og ég hef ekki hugmynd um hver það er. Búinn að spá mikið í þessu svo mikið að ég hef varla tíma til að vinna. Búinn að giska á hálfan vinnustaðinn, bera saman rithandarsýnishorn og ég veit ekki hvað. En ekkert gengur. Ég er eiginlega búinn að gefast upp og játa mig sigraða. Í dag fékk ég aftur voða fallegt kort af listaverki og 80 ára gamla skeið sem stendur á Lilja. Eitthvað kannast ég bæði við skeiðina og rithöndina en kem því bara alls ekki fyrir mig. Minn vinur fékk í dag; bolla til að drekka kakóið sitt sem hún drekkur á hverjum morgni, vatnsbrúsa fyrir leikfimina sem hún fer í þrisvar sinnum í viku og litla sæta skál til að setja eitthvað fallegt í. Vona að vini mínum hafi líkað það sem hann fékk frá mér.

Vinaleikur - Dagur tvö

Þegar maður notar hádegið í það að blögga þá er maður orðinn frekar langt leiddur, en það ætla ég að gera í dag, punktur. Bara smá upplýsingar um vinaleikinn. Ég fékk voða sæta hænu frá leynivini mínum í morgun ég gaf hinum vini mínum körfu fulla af vínberjum, sá verður ekki svangur. Einnig er ég búinn að senda vini mínum tölvupóst og SMS. Það er sko gaman að vera vinur minn, ó já! Ég er engu nær um hver sé leynivinur minn, grunar að það sé karlmaður enn ekki alveg viss. Fæ þessi fínu og listrænu kort með. Da, da, da, damm...

Vinaleikur

Vinaleikurinn er hafinn í vinnuni að fullum krafti. Ég læddist inn í skrifstofu vinar míns í gær og skildi þar eftir smá gjöf. Tja, ég er alveg viss um að vinur minn lesi ekki þessa síðu þannig ég get sagt að gjöfin sé hjartalagabangsi handa kvennmanni sem er vinur minn. Fleiri gjafir eru planaðar í dag, ælta að láta bolla með brjóstsykursmolum í pósthólfið hennar og kannski senda einn vinalegan tölvupóst. Vinur minn skildi eftir pakka sem innnihélt fínasta súkkulaði sem beið mín á skrifstofunni þegar ég mætti og fallegt kort við, handskrifað. Af pakkanum og skriftinni að dæma er ég nokkuð viss um að vinur minn sé karlmaður sem þrengir leitina all verulega því þeir eru í minnihluta á mínum vinnustað. En það kemur í ljós seinna.

Grobbsögur

Endalausar grobbsögur af einkasyninum enda er hann það sem lífið snýst um þessa dagana. Í morgun þegar við vorum að gera okkur tilbúinn fyrir leikskólann spurði ég hann hvort að hann væri lítill Stubbur, hann horfði hálfhneykslaður á mig og sagði: "Nei, ég heiti Kristófer Óli".

Mömmuvatn

Sjálfstæði einkasonurinn mótmælti í fyrsta skiptið þegar ég var að fara í leikfimi í kvöld. "Mamma ekki fara í leikfimi núna, bara á morgun" sagði hann. Ég bráðnaði auðvitað og hélt að ég væri ómissandi en honum er yfirleitt sama þegar annað foreldrið hans fer út ef hann veit af hinu heima. Við nánari eftirgrenslan kom í ljós að hann hafði ágirnd á vatnsbrúsanum mínum og var nokkuð sama um móður sína. Það er nefnilega mikið sport að drekka úr vatnsbrúsanum sem hann kallar mömmuvatn. Ég á sem betur fer tvo alveg eins vatnsbrúsa þannig að mín var ekki mikið saknað og ég gat drifið mig í leikfimi.

Fyrsti í vori

Það er komið vor. Það á örugglega eftir að koma páskahret og brjálaður bylur en mér er alveg sama því dagurinn í dag er fyrsti vordagurinn í mínum huga. Æðislegt veður eftir hrakningar helgarinnar og kominn svaka vorhugur í mann með tilheyrandi framtaksemi. Getur lífið verið eitthvað betra en þetta?

Lazy weekend

Fjölskyldan í hólmanum hefur haft það nokkuð gott um helgina og gert nánast ekki neitt. Af og til er nauðsynlegt að eiga þannig helgar. Smá göngutúr og einn bíltúr eru stærstu afrekin þessa helgina. Einkasonurinn hélt uppi fjörinu um helgina og tilkynnti okkur reglulega: "ég fyndinn", "ég stríða" og höfum við átt bágt með að halda hlátrinum niðri í bland við nokkur "terrible two" köst.

Sálarball

Ég fór á Sálarball í gærkvöldi sem ég hef örugglega ekki gert í 16 ár eða a.m.k. 10 ár. Það var svolítið fyndin upplifun. Þegar við gengum inn á skemmtistaðinn fannst mér eins og ég væri í Twilight Zone. Það hafði ekki mikið breyst, kannski ekki sami staður og síðast en sama andrúmsloft, sömu lög (allavega sum, en það var einmitt verið að spila Sódóma Reykjavík þegar við gengum inn) og einnig svipað fólk og fyrir 16 árum, bara 16 árum eldri og það er ég reyndar sem líka, sem betur fer. Eftir að ég var búinn að átta mig á aðstæðum skelltum við okkur á dansgólfið en ég fór á ballið með tveimur hressum stelpum og við skemmtum frábærlega og dönsuðum okkur upp að hnjám. Var ekki kominn heim fyrr en kl. 4 um nóttina sem verður að teljast afrek.

Vinnuvikan búinn

Þá er vinnuvikan mín loksins búinn sem að þessu sinni var tólf dagar því ég vann einnig síðustu helgi. Langþráð frí loksins orðið að veruleika og ég er svooooooo glöð. Árshátíðin í vinnunni er næstu helgi, þann 17. mars eins og svo margar aðrar árshátíðir. Ég er ein af þremur í starfsmannafélaginu og hef því tekið þátt í undirbúiningi árshátíðarinnar og er allt að smella saman. Í dag drógum við í vinaleiknum sem hefur einnig verið í gangi síðustu ár, nokkra daga fyrir árshátíð. Ég er nokkuð sátt við þann vin sem ég dró og á að gleðja nk. miðvikudag, fimmtudag og föstudag. Þar sem hugmyndaflugið mitt virðist stundum ekki njóta sín nógu vel undir pressu eru ALLAR HUGMYNDIR VEL ÞEGNAR . Í framhaldi af árshátíðarumræðu er hægt að nefna það að hver deild innan vinnustaðarins þarf að koma með heimatilbúið skemmtiatriði á árshátíðina og hefur þessi vika hjá minni deild farið í það að finna alltaf nýtt og nýtt skemmtiatriði sem við erum viss um að slær í gegn þegar hugmynd að því kemur en við ...

Fólk út um allt

Það var nóg að gera hjá mér í dag. Gerði meira en ég hef gert í margar vikur, kannski af því að ég svaf svo vel í gær. Fór á Laugaveginn í hádeginu í dag eins og svo margir aðrir, m.a. nokkrir sem ég þekkti. Greinilega kominn vorhugur í marga enda yndislegt veður í dag. Fór með samstarfskonu minni og vorum við m.a. að leita að glimmerdóti sem er þemað fyrir árshátíðina sem er í vændum. Eftir vinnu fór fjölskyldan á stóra bókamarkaðinni og keypti nokkrar bækur handa erfðaprinsinum og rakst þar á eina frænku mína. Kíktum aðeins á gosbrunninn og fjórðu hæðina í Perlunni í leiðinni. Að lokum var farinn hópferð í Bónus þar sem ég rakst á feiri sem ég þekkti. Eitt skondið atvik úr Bónus. Íslenskur unglingur er að afgreiða okkur en vantar strikamerki á eina vöru. Snýr sér að næsta starfsmanni á kassa sem skilur ekki neitt enda útlenskur. Afgreiðsludaman okkar (íslenski unglingurinn) talar greinilega ekki mikla ensku og reynir að segja hlutinn á íslensku, endar með því að snúa sér að starfsman...

ZZzzz...

Vá! hvað ég var þreytt í gær. Gerði ekkert annað en að vinna og sofa. Var reyndar að vinna til kl. 18.15 og fór að sofa kl. 21.15. Greinilegt að vinna helgarinnar er farinn að segja til sín og einnig greinilegt að maður er ekki 18 ára lengur. Tekur á að breyta út af vananum.

Den lune jyde

Fór í RL í dag og splæsti í einn kodda, sem heitir því skemmtilega nafni "Den lune Jyde". Við skötuhjúin ættum því að getað sofið vel í nótt en eigum einn svona kodda fyrir sem við keyptum á Akureyri í sumarfrínu okkar síðasta sumar þegar við vorum á leið í sumarbústað og föttuðum að við höfðum gleymt góðum kodda. Frá því hefur verið rifrildi á hverju kvöldi hver ætti að fá koddan þá nóttina, tja eða þannig. Fann nú ekki mikið meira í RL, en ætlaði að kaupa líka plastbox en þau voru ekki til. Lét þó freistast og keypti eitt Bubba byggir handklæði handa einkasyninum. Það er ótrúleg hvað fæst í þessari búð og verðið er nú bara næstum því eins og í Kína, enda voru einhver kínversk tákn á handklæðinu, ekki verra að eiga Bubba byggi sem að talar kínversku.

Vinnan göfgar manninn

Var að vinna alla helgina, rúmlega 8 tíma bæði á laugardag og sunnudag. Þar sem við vorum að færa vefsíðu vinnunnar yfir í nýtt kerfi. Ný vefsíða fer svo vonandi í loftið vonandi seinna í mánuðinum. En ég er nú nokkuð þreytt núna. Þess á milli sem ég var að vinna þá var ég að horfa á Grey's Anatomy en ég hef fengið í hendurnar alla aðra seríu af þáttunum. Nokkuð ljóst hvað ég verð að gera næstu daga.

Á sama tíma á ári

Var að taka til í myndunum okkar og fann þá myndir sem voru teknar á sama tíma síðustu þrjú ár. "Little trip down memory lane..." Þessi mynd er tekin 2. mars 2004. Ég og Sigurborg í heimsókn hjá Huldu frænku, nýófrískar af stráknunum okkar. Þessi mynd er tekin 2. mars 2005. Kristófer Óli steinsofandi á Holtsgötunni og aðeins 4. mánaða. Þessi mynd var svo tekin fyrir um ári síðan, 8. mars 2006. Kristófer Óli orðinn rúmlega eins árs gamall að lesa bækur inni í herberginu sínu.

Hakk og spagettí

Hakk og spagetti er á boðstólnum í þriðja skiptið þessa vikuna. Fengum það fyrst á sunnudaginn og svo aftur á þriðjudaginn, vorum boðin í mat í bæði skiptin. En þar sem þetta er reyndar uppáhaldið hjá feðgunum þá er það bara mjög gott mál. Ef einhverjum öðrum langar að bjóða okkur í hakk og spagetti, þá endilega bjóða sig fram. Í dag ákváðum við að elda í þriðja skiptið hakk og spagettí en það er reyndar bara handa einkasyninum (hann bað sérstaklega um það) en við ætlum að búa til eitthvað annað úr hakkinu okkar, ætli það verði ekki bara buff. Í þessum skrifuðu orðum eru feðgarnir í eldhúsinu að elda. Annar að elda og hinn að hjálpa til, einkasonurinn er nefnilega nokkuð viss um að það gangi ekki að elda nema hann hjálpi til.