Fara í aðalinnihald

Færslur

Sýnir færslur frá apríl, 2008

Auka frídagur

Mér tókst loksins að taka mér aukafrídag í dag en ætlunin var að taka hann á föstudaginn, sem frestaðist vegna veikinda. Það var svo sem ágætt að geta lengt fríið eða veikindafríið. Þó að ég sé hálfslöpp ennþá þá tókst mér að gera alveg fullt. Það var einhvern veginn svona: Fara með soninn til eyrnalæknis Kringlan (kíkt á sumarhúfu fyrir soninn og hann fékkst til að máta hana. Engin húfa þó keypt í þetta skiptið) Keyra heim Út að borða í hádeginu (sonurinn fékk að velja - McDonalds í Skeifunni) Keyra niður í bæ Fara með soninn í klippingu í Grafarvoginn (NB. það er út í sveit!) Fara með peningabaukinn í bankann með syninum Skoða dýrabúðina í Mjódd með syninum Netto Keyra aftur heim og vorum heima í klst. í þetta skiptið Keyra niður í bæ Skila bók sem gleymdist á bókasafnið. Auk þess fullt af öðrum smáatriðum, það er spurning hvort að hægt sé að kalla þetta frídag. Svo ætla ég að kíkja á vinkonu mína í kvöld sem er 35 ára í dag, til hamingju með afmælið Gunnhildur.

Ljósmyndataka og Brunch

Fylgdist með myndatöku á hjá systkynum móður minnar kl. 10.00 í morgun, bæði inni og úti í góða veðrinu. Þau voru saman komin öll fimmtán systkynin, hvert öðru glæsilegra. Síðan fylgdi þeim í Brunch á Hótel Hilton Reykjavík Nordica (gömlu hótel Esju) og endaði með því að ég fékk mér einnig að borða þar með þeim og ég er ennþá södd. Greinilegt að það er mjög vinsælt að fara í Brunch á sunnudögum því ég get svarið það að hálft Ísland var þar saman komið enda mæli ég með því að skella sér einhvern sunnudaginn í Brunch, munið bara að panta borð fyrirfram.

Meira dót

Einkasonurinn hefur dálæti á auglýsingabæklingum, sérstaklega dótauglýsingabæklingum. Hann situr og velur sér dót sem honum langar í. Ekki er verra að annað hvort okkar foreldranna sé að skoða bæklingana með honum svo hann geti nú sagt okkur hvað honum langar í svo við getum vitum hvað við eigum að kaupa næst þegar farið er í dótabúð. Þegar ég skoða bæklinginn með honum skoðar hann stundum stelpudótið líka, þar sem hann er viss um að það sé draumur minn að eignast það. Í gær voru feðgarnir að skoða enn einn dótabæklinginn saman en skiptu um hlutverk. Faðirinn: "Mamma, mamma, mig langar svona dót og svona dót, mig langar í allt sem er í blaðinu" . Kristófer Óli snéri sér aftur og horfði á allt dótið sem var í hilluni en sagði svo: "Þú átt nóg af dóti". Faðirinn gafst ekki upp og sagði: "Mig langar samt í svona og svona og svona". Kristófer Óli sagði þá frekar þreytulega: "Það er ekki hægt, ég á svo lítinn pening. Þú getur ekki fengið allt". Ó já.....

Gleðilegt sumar

Er að ná mér, var í einhverju hitamóki í gær en dagurinn í dag er öllu betri. Ég er jafnvel farinn að gera mér vonir um að ég komist út á morgun. Læt hérna fylgja eitt af uppáhöldslögum einkasonarins, Meira frelsi með Mecedes Club. Ég verð þó að viðurkenna að ég væri til í að heyra það sjaldnar en hér getur hann núna hlustað á lagið aftur og aftur...

Frú Streptokokkar

Það fór ekki svo að húsmóðirin slyppi við streptókokka veikindaveturinn mikla. Fékk hita seinnipartinn í dag og um kvöldmatarleitið gat ég bara ekki einu sinni kyngt munnvatni. Dreif mig því á Læknavaktina og fékk úrskurðinn áðan. Steptókokkar og pensilín. Það er eins og við manninn mælt ég var kominn í fjögurra daga frí. Best að taka það út í veikindum.

Til hamingju með afmælið

Ég ætla að nota tækifærið og óska einkabróður mínum innilega til hamingju með 30 ára afmælið í dag og ég vona að hann njóti dagsins. Þegar ég var 13 ára þá var pabbi minn 33 ára og mér fannst hann alveg hundgamall. Núna finnst mér 30 ára vera bara ungt enda litli bróðir minn núna búinn að ná þeim aldri. Svona er aldur afstæður. Til hamingju með afmælið!

Með gel í hárinu

Við fórum í fimmtu og síðustu fermingarveisluna í gær. Í tilefni þess fékk einkasonurinn gel í hárið þannig að það stóð út í allar áttir. Hann var heldur betur ánægður með það og stóð heillengi fyrir framan spegilinn og snéri sér á alla kanta til að sjá hvað hann væri flottur um hárið. Loks sagði hann ánægður "Ég er alveg eins og Stebbi Hilmars".

Veiðiferðin

Fiskveiðar eru ofarlega á dagskrá hjá einkasyninum. Hann fékk veiðistöng í jólagjöf frá foreldrum sínum og síðan þá hefur hann dreymt um að komast í veiðiferð sem vonandi verður að veruleika í sumar. Hann er búinn að fara ófáar ferðir á bókasafnið og stefnan er þá ávallt tekinn á náttúrugripasafnið sem er einnig staðsett þar. Þegar þangað er kominn velur hann sér uppstoppaða fiska sem hann ætlar að veiða í sumar. Hann setur markið hátt, þorskur, lúsífer eða lax skal það vera. Í gær fann hann svo veiðistöngina og var upptekinn við það að veiða lax í sófanum í um klukkutíma þegar frænka hans var að passa hann.

Bíómyndir og myndataka

Aldrei þessu vant var mér boðið í bíó í kvöld. Maður slær ekki hendinni á móti ókeypis bíóferð og myndin kom nokkuð á óvart en ég skemmti mér konunglega. Takk fyrir mig, Gunnhildur. Fór í kraftgöngu í gær með nýjasta gönguhópnum. Eftir gönguna kom frænka mín aðeins í heimsókn og við fórum að skipuleggja. Ég fann símanúmerin en frænka mín sat sveitt við símann og hringdi í öll systkyni mæðra okkar. Við fengum vilyrði hjá nánast öllum systkynum mæðra okkar (NB þau eru 15 stk.) um að mæta í myndatöku sunnudaginn 27. apríl. Síðasta myndataka af systkynahópnum var fyrir rúmlega 25 árum þannig að það er kominn tími til að fá nýja mynd upp á arininn hjá sér eða uppá vegg fyrir þá sem ekki eiga arinn.

Í dótabúðinni

Sundið í dag féll niður þannig að í staðinn fékk einkasonurinn að fara rúnt í stóru dótabúðinni . Honum fannst það ekki leiðinlegt, móður hans fannst það kannski ekki eins skemmtilegt en lét sig hafa það. Kristófer Óli er ennþá viss um að honum langar í 60 þúsund króna smábíll sem er jeppaplastbíll sem gengur fyrir rafmagni. Hann er einnig viss um það að ef hann kemur með baukinn sinn í búðina þá geti hann örugglega keypt þennan bíl, móðir han er ekki eins viss. Þetta er nú samt ágætt á meðan hann lætur sig bara dreyma og suðar ekki. Um að gera að njóta þess á meðan er. Áður en við fórum í dótabúðina í dag var einkasonurinn, bílakarlinn mikli að benda mér á hina og þessa jeppa sem honum fannst að við ættum að kaupa okkur í staðinn fyrir gamla góða fjölskyldubílinn sem við eigum núna. Ég reyndi að útskýra fyrir honum að það væri kannski ekki sniðugast að kaupa sér jeppa á þessum síðustu og verstu dögum þegar bensínið stefnir óðfluga í 200 kall á líterinn. Reyndi nú að einfalda þetta ei...

Fjórar af fimm

Búinn með fjórar af fimm fermingaveislum ársins sem hafa verið hver annarri glæsilegri. Skemmti mér vel í gærkvöldi og fór meira að segja niður í bæ og það sem meira er, ég var ekki kominn heim fyrr en kl. 04.00, held að það hafi bara ekki gerst í mörg ár! Já, það er erfitt að vera gamall og ráðsettur.

Reunion II

Jæja, þá er önnur fermingaveislan búinn þessa helgina og næsta er á morgun. Einkasonurinn (eins og öll fjölskyldan) skemmti sér vel í þessari fermingarveislu enda frændi hans á sama aldri. Þeir frændur hlupu hring eftir hring í salnum í kringum öll borðin og kölluðu hvorn annan fermingarstrák. Á eftir er ég að fara aftur á nokkurs konar Reunion en ég er að fara hitta stelpur sem ég hef ekki hitt í 10 ár nema rekist á þær á förnum vegi og það er teljandi á fingrum annarrar handar. Við unnum saman eitt sumar í SS þegar ég var "ung" og skemmtum okkur vel í framhaldi af því. Nú er ætlunin að taka upp gamla takta aftur. Spurningin er hvort við séum orðnar of gamlar fyrir gamla takta...

Reunion

Fór á Tapas barinn í fyrsta skipti í gær og það kom mér skemmtilega á óvart. Var búinn að heyra ýmislegt um þennan stað en einhvernveginn heillaði það mig ekki að prófa, fór þó í gærkvöldi að hitta hóp af fólki á umræddum stað, mæli með honum. Við hittumst nokkur sem voru saman í landafræðinni fyrir um 10 árum síðan og ræddum saman um hvar við værum núna en fljótlega var farið að ræða um forna frægð! Ég er yfirleitt ekkert voðalega hrifin af svona endurfundum og reyni oft að forðast þá. Ákvað þó að láta slag standa í gær og sá ekki eftir því enda skemmtilegur hópur þar á ferð og áttum við ánægjulega kvöldstund saman.

Díses kræst

Díses kræst er þetta ekki djók!!! Næstum tíu stiga hiti í hádeginu, logn og sól og núna rétt í þessu var ég að koma frá vinkonu minni og þá er bara byrjað að snjóa á fullu. Já, það er brjáluð snjókoma úti. Jæja, maður kom haraklega niður á jörðina og það er ekki komið vor! Þetta fer að verða efni í langa framhaldssögu og ég er meira að segja komin með nafn á hana; "Biðin langa eftir vorinu".

Strumpur

Tók Strumpatestið eins og háflur blöggheimur. Hér kemur svarið... Hvaða strumpur ert þú?

Vöknuð

Enn ein helgin í veikindi. Seinni partinn á laugardaginn fór mér nánast allt í einu að líða voða skringilega svimaði og varð alveg máttlaus þannig að ég lagði mig aðeins. Eftir að hafa sofið í um þrjá tíma vaknaði ég og mældi mig og var þá með um 38,8°C stiga hita. Ég hélt því bara áfram að sofa enda man ég ekki mikið frá gærkvöldinu. Í dag er ég hinsvegar miklu hressari og líklega kemst ég í vinnuna á morgun, er sem sagt fyrirmyndar starfsmaður - tek út veikindagana um helgar.

TGI Friday

Jæja, er loksins búinn að jafna mig eftir þriðjudaginn... ...tja hann var svo sem ekkert svo slæmur. Búinn að fara í Bónus tvo daga í röð og vona að það sé komið nóg a.m.k. fyrir helgina, en maður finnur óneitanlega fyrir því að verlagið hefur hækkað. Eins gott að eyða ekki í einhvern óþarfa. Æ, er nokkuð feginn að það er komnn föstudagur, er að fara að hitta skemmtilegar konur á eftir og öll helgin framundan.

Selurinn Snorri

Við fórum í okkar vikulegu sundferð og einkasonurinn stóð sig með prýði, móðir hans var virkilega stollt af honum. Fór til tannlæknis í morgun og lá stíf í stólnum með kreppta hnefa, sem sagt ekki það skemmtilegasta sem ég geri, nú er bara Skattmann eftir.