Fara í aðalinnihald

Einkaþjálfarinn minn

Ég var að frétta að einkaþjálfarinn minn hefði verið að fá nýtt starf. Hún er svo ótrúlega dugleg og alveg frábær manneskja. Því miður verður það til þess að hún hættir með einkaþjálfun enda nóg að gera hjá henni annars, hennar verður sárt sakanað. Nú er hinsvegar tími til að ég drífi mig bara sjálf af stað í leikfimi, koma tímar, koma ráð! Ég var einmitt að koma úr leikfimi áðan hjá einkaþjálfaranum þar sem að ég frétti að það hefði einnig verið viðtal við hana í fréttum hjá Stöð tvö í kvöld.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
ohh óþolandi þegar fólk sem maður treystir hætti að vinna! Ég er farin að kvíða því óskaplega þegar tannlæknirinn minn til 25 ára (ef ekki meir) hættir störfum!

Dyggust

Vinsælar færslur af þessu bloggi

Þrjú ár

Í dag eru þrjú ár síðan ég átti einkasoninn, já ótrúlega fljótt að líða. Að sjálfsögðu er ég eins og flestar mæður og segi það hiklaust að þetta sé stærsta upplifun lífsins og besta og mesta afrek sem ég hef gert. Á þessum tíma fyrir þremur árum var ég búin að vera með hríðir í rúmlega sólahring og búið að sprengja belginn, komin með dripp í æð og ljósmóðirin sem var að fara að vakt var hálf svekkt yfir því að þurfa að fara þar sem hún var viss um að barnið væri að koma. Hann leit dagsins ljós sex tímum seinna.

Níu dagar

Það eru níu dagar þangað til að ég fer til Florida og ég er sko fyrir löngu byrjuð að telja niður. Það verður ágætt að yfirgefa þetta verður og fara í sólina í Orlando, Florida. Ég get ekki beðið...

Grillað í hvert mál

Sumarið er komið og eins og aðrir Íslendingar höfum við tekið fram grillið með stæl, jafnvel þó að við höfum grillað af og til í vetur. Nú er nánast grillað á hverjum degi og ef einhvern vantar grilluppskriftir þá er bara að hafa samband við eigimanninn. Hann er búinn að grilla fylltar svínalundir, humar, svínasnitsel, smálúðu, kjúklingalæri og bringur, bleikju, hamborgara og pylsur svo fátt eitt sé nefnt. Einnig höfum við prófað að grilla grænmeti á marga vegu, uppáhaldið eru paprikur, sveppir og laukur.