Bolludagur búinn og sprengidagur á morgun. Ég er engan veginn að standa mig í þessu en borðaði bara hálfa bollu í dag og ætla ekki að hafa saltkjöt á morgun þar sem það er nóg annað að gera. En kl. 17.15 er sundtími hjá einkasyninum og kl. 19.30 leikfimi hjá mér. Kannski hef ég tíma til þess daginn eftir.
Öskudagurinn nálgast óðfluga og að sjálfsögðu er hann allt öðruvísi en hann var í mínu ungdæmi (gamla konan). Einkasonurinn er harðákveðinn í því hvað hann ætlar að vera í leikskólanum. Já, það er langmest spennandi að vera sjóræningi þegar maður er þriggja ára. Hann er búinn að kaupa búning sem samanstendur af plasteyrnalokk, vesti, klút á höfuðið og lepp fyrir augað. Síðan gengur hann um íbúðina í fullum skrúða með krók í annarri hendinni og byssu í hinni. Eins gott að vara sig á sjóræningjum í hólmanum.
Öskudagurinn nálgast óðfluga og að sjálfsögðu er hann allt öðruvísi en hann var í mínu ungdæmi (gamla konan). Einkasonurinn er harðákveðinn í því hvað hann ætlar að vera í leikskólanum. Já, það er langmest spennandi að vera sjóræningi þegar maður er þriggja ára. Hann er búinn að kaupa búning sem samanstendur af plasteyrnalokk, vesti, klút á höfuðið og lepp fyrir augað. Síðan gengur hann um íbúðina í fullum skrúða með krók í annarri hendinni og byssu í hinni. Eins gott að vara sig á sjóræningjum í hólmanum.
Ummæli