Þegar maður er þriggja ára þá er heimurinn frekar einfaldur. Einkasonurinn sagði mér í dag þegar ég gat ekki svarað einni "af hverju" spurningunni með "Pabbi veit all" og bætti svo við "Þú veist líka allt, en ég ekki alveg allt". Um að gera að njóta þess meðan á því stendur, mig grunar að eftir því sem árunum fjölgar þá minnki þessi tröllatrú á foreldrana, kannski í beinu samræmi við reynslu og frekari samskipti við foreldrana.
Við vorum annars að horfa á laugardagslögin á RÚV áðan og við eitt lagið, var mér bara nóg boðið og spurði hvað þetta væri eignlega. Það stóð ekki á svari hjá einkasyninum. "Þetta er bara vitleysa" og stuttu seinna huggaði hann mig með orðunum "Þetta er ekki í alvörunni". Mér var létt.
Við vorum annars að horfa á laugardagslögin á RÚV áðan og við eitt lagið, var mér bara nóg boðið og spurði hvað þetta væri eignlega. Það stóð ekki á svari hjá einkasyninum. "Þetta er bara vitleysa" og stuttu seinna huggaði hann mig með orðunum "Þetta er ekki í alvörunni". Mér var létt.
Ummæli