Sumir dagar eru svo pakkaðir að maður kemst varla heim til sín, en það er samt líka ágætt að hafa þannig daga því þá kann maður betur að meta dagana sem maður gerir "ekki neitt". Dagurinn í dag var sem sagt einn af þessum dögum þar sem ég náði að slappa af í 1/2 tíma heima hjá mér þangað til að ég kom heim fyrir um tíu mínútum síðan.
Það byrjaði með því að ég þurfti að hætta fyrr í vinnunni til þess að fara á fund hjá foreldrafélagi leikskólans, síðan beint að sækja eiginmanninn í vinnuna, sundnámskeið með einkasyninum, 1/2 klst. heima, fór með pening fyrir Mirandas snyrtivörum til móður minnar, leikfimi, heimsókn til vinkonu og svo heim.
Núna ætla ég að fara að sofa þar sem dagurinn á morgun er víst líka pakkaður, er að fara á námskeið frá kl. 18-22, meira um það síðar.
Það byrjaði með því að ég þurfti að hætta fyrr í vinnunni til þess að fara á fund hjá foreldrafélagi leikskólans, síðan beint að sækja eiginmanninn í vinnuna, sundnámskeið með einkasyninum, 1/2 klst. heima, fór með pening fyrir Mirandas snyrtivörum til móður minnar, leikfimi, heimsókn til vinkonu og svo heim.
Núna ætla ég að fara að sofa þar sem dagurinn á morgun er víst líka pakkaður, er að fara á námskeið frá kl. 18-22, meira um það síðar.
Ummæli