Þó svo að ég hafi ekki farið út í nokkra daga er ég viss um að það sé vor í lofti enda hlýrra en það hefur verið lengi og á morgun er 15. febrúar og í mínum huga þá fer maður að verða var við birtuna aftur. Það er ekkert nema bjart fram undan og svei mér þá, ég held bara að ég komist í vinnuna á morgun. Lofaði sjálfri mér að skrifa ekki neitt um veikindi að þessu sinni en þar sem ég um ekkert annað að skrifa þá var frekar tíðindalítið í þessari viku. En sem sagt bjart framundan og vítamín og lýsi 3x á dag.
Í dag eru þrjú ár síðan ég átti einkasoninn, já ótrúlega fljótt að líða. Að sjálfsögðu er ég eins og flestar mæður og segi það hiklaust að þetta sé stærsta upplifun lífsins og besta og mesta afrek sem ég hef gert. Á þessum tíma fyrir þremur árum var ég búin að vera með hríðir í rúmlega sólahring og búið að sprengja belginn, komin með dripp í æð og ljósmóðirin sem var að fara að vakt var hálf svekkt yfir því að þurfa að fara þar sem hún var viss um að barnið væri að koma. Hann leit dagsins ljós sex tímum seinna.
Ummæli