Dagurinn í dag samanstóð af Ikeaferð og bíóferð. Fyrst var haldið í risastórahúsið í Garðabænum sem við höfum greinilega farið í aðeins of oft. Því til staðfestingar þá öskraði einkasonurinn mamma mamma, sjáðu þarna er Ikea þegar við fórum að nálgast húsið og þegar við komum heim hafði uppáhaldseiginmaðurinn það á orði að íbúðin okkar væri farin að líkjast Ikeabæklingi. Annað fréttnæmt úr Ikeaferðinni er kannski að ég rakst á skólasystur mína sem ég hef ekki séð í 10 tja eða 15 ár og ég verð bara að segja að hún hefur ekki mikið breyst sem er auðvitað hól þegar maður er kominn á minn aldur. Einnig manaði einkasonurinn sig loksins upp í að fara í boltaland sem hann hefur horft á löngunaraugum í nokkur skipti. Hann var þar í 10 mínútur og var dauðhneykslaður á því að Magnús bestivinur úr leikskólanum væri ekki á staðnum. Jæja, það eru 10 mínútum lengur en hann hefur nokkurn tíma áður verið.
Eftir Ikeaferð ætluðum við að fara á Býflugumyndina en mættum hálftíma of seint eða ætti kannski að segja að myndin hafi byrjað hálftíma of snemma þannnig að fórum í staðinn í næsta nálæga bíó og sáum þar Alvin og íkornana í staðinn. Hvorug myndanna var mitt fyrsta val, hefði nú frekar vilja fara á Brúðgumann eða eitthvað þess háttar en hvað gerir maður ekki til að dekra börnin sín. Enda var einkasonurinn viss um að stuðið ætti að halda áfram þegar við komum dauðþreytt heim uppúr klukkan fjögur í dag. Foreldranir voru ekki eins vissir...
Eftir Ikeaferð ætluðum við að fara á Býflugumyndina en mættum hálftíma of seint eða ætti kannski að segja að myndin hafi byrjað hálftíma of snemma þannnig að fórum í staðinn í næsta nálæga bíó og sáum þar Alvin og íkornana í staðinn. Hvorug myndanna var mitt fyrsta val, hefði nú frekar vilja fara á Brúðgumann eða eitthvað þess háttar en hvað gerir maður ekki til að dekra börnin sín. Enda var einkasonurinn viss um að stuðið ætti að halda áfram þegar við komum dauðþreytt heim uppúr klukkan fjögur í dag. Foreldranir voru ekki eins vissir...
Ummæli