Þá er aðalhátíð starfsmannafélagsins lokið. Sem sagt árshátið hjá vinnunn minni var í gær með dúndurstuði alveg til kl. 01.00. Já, meðalaldur í vinnunni minni er 53 ár þannig að stuðið náði ekki nema til kl. 01 í nótt þegar diskótekarinn pakkaði saman, ég er svo sem ekki þekkt fyrir að vera úti alla nóttina en hefði kannski viljað vera aðeins lengur. Það var þó mjög skemmtilegt á árshátíðinni með forpartý heima hjá samstarfskonu minni á Melunum, mat og skemmtun í Iðusölum og fullt af flottum skemmtiatriðum. Ég var mjög fegin að vera ekki í nefndinni og gat bara einbeitt mér að því að skemmta mér enda er ég nokkuð þreytt í dag.
Í dag eru þrjú ár síðan ég átti einkasoninn, já ótrúlega fljótt að líða. Að sjálfsögðu er ég eins og flestar mæður og segi það hiklaust að þetta sé stærsta upplifun lífsins og besta og mesta afrek sem ég hef gert. Á þessum tíma fyrir þremur árum var ég búin að vera með hríðir í rúmlega sólahring og búið að sprengja belginn, komin með dripp í æð og ljósmóðirin sem var að fara að vakt var hálf svekkt yfir því að þurfa að fara þar sem hún var viss um að barnið væri að koma. Hann leit dagsins ljós sex tímum seinna.
Ummæli