Við höfum farið með einkasoninn í sundnámskeið frá því hann var tæplega þriggja mánaða gamall. Það hafa þó verið hlé vegna veikinda, sumarfría og annarra fría. Hann er orðinn nokkuð sprækur í sundi eftir allar þessar sundferðir en í síðustu sundferð gerðist svolítið sem hefur ekki gerst þau þrjú ár sem við höfum farið. Honum tókst að stiga mig af og hlaupa í sturtunni, ætlaði að drífa sig á klósettið greyið. Það endaði með ósköpum og litli karlinn datt á hausinn á flísunum og öskrin eftir því. Þó svo að við höfum örugglega sagt við hann 20x "Ekki hlaupa" í hvert skipti sem við höfum fari með hann í sund en hann var fljótur að gleyma því. Ég var skíthrædd um að eitthvað alvarlegt hefði komið fyrir enda höfðuhögg alltaf varhugaverð. Var alltaf að athuga hvort að það væri allt í lagi allt kvöldið, kíkja í augun á honum og ég veit ekki hvað en hann var fljótlega eins og hann átti að sér að vera og hefur vonandi ekki orðið meint af en fékk risastóra kúlu á hnakkann. Hann segir mér núna að hann ætli alltaf að leiða mig þegar hann þarf að fara á klósettið í sundi. Sjáum hvað það dugar lengi.
Og eitt að lokum, ég mæli ekki með því að fara að sofa kl. 21 og vakna kl. 04 að morgni til!!! Gæti verið erfitt að sofna aftur.
Og eitt að lokum, ég mæli ekki með því að fara að sofa kl. 21 og vakna kl. 04 að morgni til!!! Gæti verið erfitt að sofna aftur.
Ummæli