Fara í aðalinnihald

Færslur

Sýnir færslur frá febrúar, 2008

Sunferðin ógurlega

Við höfum farið með einkasoninn í sundnámskeið frá því hann var tæplega þriggja mánaða gamall. Það hafa þó verið hlé vegna veikinda, sumarfría og annarra fría. Hann er orðinn nokkuð sprækur í sundi eftir allar þessar sundferðir en í síðustu sundferð gerðist svolítið sem hefur ekki gerst þau þrjú ár sem við höfum farið. Honum tókst að stiga mig af og hlaupa í sturtunni, ætlaði að drífa sig á klósettið greyið. Það endaði með ósköpum og litli karlinn datt á hausinn á flísunum og öskrin eftir því. Þó svo að við höfum örugglega sagt við hann 20x "Ekki hlaupa" í hvert skipti sem við höfum fari með hann í sund en hann var fljótur að gleyma því. Ég var skíthrædd um að eitthvað alvarlegt hefði komið fyrir enda höfðuhögg alltaf varhugaverð. Var alltaf að athuga hvort að það væri allt í lagi allt kvöldið, kíkja í augun á honum og ég veit ekki hvað en hann var fljótlega eins og hann átti að sér að vera og hefur vonandi ekki orðið meint af en fékk risastóra kúlu á hnakkann. Hann segir mér...

Vinnan

Það er ótrúlega góð tilfinning þegar manni tekst að klára eitthvað sem er búið að hanga yfir manni í marga mánuði. Mér tókst að komast langt með eitt verkefni í vinnunni í dag sem er búið að taka nærri eitt ár en ætti í raun að taka kannski einn mánuð, NB ekki mér að kenna! Það var mikill léttir þegar þessum áfanga var nærri lokið. Það eru nokkrir lausir þræðir eftir og vonandi tekst mér að klára þá sem fyrst og þá held ég bara að ég komi með vínarbrauð í kaffitímann.

Einkaþjálfarinn minn

Ég var að frétta að einkaþjálfarinn minn hefði verið að fá nýtt starf . Hún er svo ótrúlega dugleg og alveg frábær manneskja. Því miður verður það til þess að hún hættir með einkaþjálfun enda nóg að gera hjá henni annars, hennar verður sárt sakanað. Nú er hinsvegar tími til að ég drífi mig bara sjálf af stað í leikfimi, koma tímar, koma ráð! Ég var einmitt að koma úr leikfimi áðan hjá einkaþjálfaranum þar sem að ég frétti að það hefði einnig verið viðtal við hana í fréttum hjá Stöð tvö í kvöld .

Árshátíð

Þá er aðalhátíð starfsmannafélagsins lokið. Sem sagt árshátið hjá vinnunn minni var í gær með dúndurstuði alveg til kl. 01.00. Já, meðalaldur í vinnunni minni er 53 ár þannig að stuðið náði ekki nema til kl. 01 í nótt þegar diskótekarinn pakkaði saman, ég er svo sem ekki þekkt fyrir að vera úti alla nóttina en hefði kannski viljað vera aðeins lengur. Það var þó mjög skemmtilegt á árshátíðinni með forpartý heima hjá samstarfskonu minni á Melunum, mat og skemmtun í Iðusölum og fullt af flottum skemmtiatriðum. Ég var mjög fegin að vera ekki í nefndinni og gat bara einbeitt mér að því að skemmta mér enda er ég nokkuð þreytt í dag.

Námskeið

Fór á skemmtilegt námskeið í gær þar sem ég lærði að pússa steina og svo fékk ég að saga steina og bora í steina. Alls voru níu manns á námskeiðinu og þarna var að finna margar skemmtilega "karaktera". Ég og vinkona mín vorum að sjálfsögðu þær einu á námskeiðinu sem voru "venjulegar"! Á námskeiðið mættu ellilífeyrisþeginn, heimsvana fyrirsætan, náttúrubarnið, "besservisserinn", dularfulli maðurinn, listamannstýpan og ein einstæð úr Breiðholtinu. Þau kynntu sig nú ekki svona en í mínum huga fengu þau fljótlega fyrrgreind hlutverk, a.m.k. þetta kvöld. Mér fannst ótrúlega skemmtilegt að fylgjast með þessum "karakterum" og hvernig þeir höguðu sér í hópnum en skemmtilegast fannst mér nú samt að saga steina. Og ég er sko á leiðinni á annað námskeið.

Busy busy

Sumir dagar eru svo pakkaðir að maður kemst varla heim til sín, en það er samt líka ágætt að hafa þannig daga því þá kann maður betur að meta dagana sem maður gerir "ekki neitt". Dagurinn í dag var sem sagt einn af þessum dögum þar sem ég náði að slappa af í 1/2 tíma heima hjá mér þangað til að ég kom heim fyrir um tíu mínútum síðan. Það byrjaði með því að ég þurfti að hætta fyrr í vinnunni til þess að fara á fund hjá foreldrafélagi leikskólans, síðan beint að sækja eiginmanninn í vinnuna, sundnámskeið með einkasyninum, 1/2 klst. heima, fór með pening fyrir Mirandas snyrtivörum til móður minnar, leikfimi, heimsókn til vinkonu og svo heim. Núna ætla ég að fara að sofa þar sem dagurinn á morgun er víst líka pakkaður, er að fara á námskeið frá kl. 18-22, meira um það síðar.

Búðarferð og bíóferð

Dagurinn í dag samanstóð af Ikeaferð og bíóferð. Fyrst var haldið í risastórahúsið í Garðabænum sem við höfum greinilega farið í aðeins of oft. Því til staðfestingar þá öskraði einkasonurinn mamma mamma, sjáðu þarna er Ikea þegar við fórum að nálgast húsið og þegar við komum heim hafði uppáhaldseiginmaðurinn það á orði að íbúðin okkar væri farin að líkjast Ikeabæklingi . Annað fréttnæmt úr Ikeaferðinni er kannski að ég rakst á skólasystur mína sem ég hef ekki séð í 10 tja eða 15 ár og ég verð bara að segja að hún hefur ekki mikið breyst sem er auðvitað hól þegar maður er kominn á minn aldur. Einnig manaði einkasonurinn sig loksins upp í að fara í boltaland sem hann hefur horft á löngunaraugum í nokkur skipti. Hann var þar í 10 mínútur og var dauðhneykslaður á því að Magnús bestivinur úr leikskólanum væri ekki á staðnum. Jæja, það eru 10 mínútum lengur en hann hefur nokkurn tíma áður verið. Eftir Ikeaferð ætluðum við að fara á Býflugumyndina en mættum hálftíma of seint eða ætti kannsk...

Systrakvöld og hjólatúr

Átti skemmtilegt kvöld í gærkvöldi þar sem sjö systur (af níu og þar á meðal móðir mín) og nokkrar dætur þeirra hittust til að kjafta, borða og kaupa snyrtivörur. Já, stundum langar manni til að eiga svona eins og eina systur en þá er gott að eiga heilan haug af frænkum í staðinn. Ég er og einkasonurinn drifum okkur í smá hjólatúr í dag þar sem lítið var nú hjólað. Hann sat eins og prins á hjólinu og bað mig um að ýta sér. Eftir að hafa neitað lengi sem endaði með því að hann var kominn af hjólinu og var að ýta því sjálfur gafst upp að lokum og ýtti honum einn hring í dalnum. Þó svo að hann kunni nú alveg að hjóla, þá var hann greinilega eitthvað ryðgaður eftir veturinn, enda líka miklu þægilegra að láta keyra sig um eins og prins. Það var svo mikil rigning að ég þurfti að þurrka á mér hárið með handklæði þegar ég kom inn. Ég stend við fyrri færslu, um að vorið sé komið eða alveg að koma. Tja, þangað til að það fer að snjóa aftur.

Það er vor í lofti...

Þó svo að ég hafi ekki farið út í nokkra daga er ég viss um að það sé vor í lofti enda hlýrra en það hefur verið lengi og á morgun er 15. febrúar og í mínum huga þá fer maður að verða var við birtuna aftur. Það er ekkert nema bjart fram undan og svei mér þá, ég held bara að ég komist í vinnuna á morgun. Lofaði sjálfri mér að skrifa ekki neitt um veikindi að þessu sinni en þar sem ég um ekkert annað að skrifa þá var frekar tíðindalítið í þessari viku. En sem sagt bjart framundan og vítamín og lýsi 3x á dag.

Helgarfléttan

Helgin var fín, sem samanstóð m.a. af barnaafmæli, bókasafnsheimsókn og salíbunum í snjóþotunni. Einkasonurinn er heillaður af náttúrugripasafninu sem er á bókasafninu og gæti eytt þar heilu klukkutímunum. Einnig eru ljónasporinn sem leiða mann í barnabókadeildina frekar spennandi. Verst að maður finnur aldrei þetta ljón, í staðinn tökum við bara ævintýrabækur um Hans og Gretu og Þyrnirós sem eru alveg að slá í gegn þessa dagana.

Heimurinn í augum þriggja ára barns

Þegar maður er þriggja ára þá er heimurinn frekar einfaldur. Einkasonurinn sagði mér í dag þegar ég gat ekki svarað einni "af hverju" spurningunni með "Pabbi veit all" og bætti svo við "Þú veist líka allt, en ég ekki alveg allt". Um að gera að njóta þess meðan á því stendur, mig grunar að eftir því sem árunum fjölgar þá minnki þessi tröllatrú á foreldrana, kannski í beinu samræmi við reynslu og frekari samskipti við foreldrana. Við vorum annars að horfa á laugardagslögin á RÚV áðan og við eitt lagið, var mér bara nóg boðið og spurði hvað þetta væri eignlega. Það stóð ekki á svari hjá einkasyninum. "Þetta er bara vitleysa" og stuttu seinna huggaði hann mig með orðunum "Þetta er ekki í alvörunni". Mér var létt.

Nú er úti veður vont

Æ, hvað það er gott að geta bara verið heima hjá sér og kveikt á kertum í svona veðri. Brjáluð rigning og asahláka eins og veðurfréttamaðurinn segir. Ég ætla ekki að gera neitt í kvöld, bara njóta þess að það er föstudagskvöld, þau eru alltaf svo skemmtileg. Heil helgi framundan.

Ég elska snjó

Ó, já þegar litið var út í morgun þá var nokkuð ljóst að það hafði snjóað mikið í nótt, já meira síðustu nætur og meira en hefur gert í áraraðir. Ég verð að segja enn og aftur að mér finnst nú skemmtilegra að hafa allan þennan snjó en rigningu og myrkur daginn út og daginn inn. Verst finnst mér þó að þurfa að keyra í þessari færð. Við komumst nú auðveldlega upp brekkuna í morgun þar sem búið var að skafa, en festum okkur smá á planinu í leikskólanum. Ég segi það og skrifa að ef ég hefði verið undir stýri, ætli við værum ekki ennþá á planinu en sem betur fer keyrði eiginmaðurinn mig í vinnuna. Það tók 38 mínútur frá því að við vorum komin út af leikskólaplaninu, þar af 20 mínútur að komast út úr Kópavogi. Já maður lendir nú líka í smá ævintýrum sem rykfallin úthverfamamma á Íslandi.

You have been warned

Ég var búinn vara ykkur við! Eins gott að passa sig á sjóræningjum á öskudaginn.

Sjóræningjar

Bolludagur búinn og sprengidagur á morgun. Ég er engan veginn að standa mig í þessu en borðaði bara hálfa bollu í dag og ætla ekki að hafa saltkjöt á morgun þar sem það er nóg annað að gera. En kl. 17.15 er sundtími hjá einkasyninum og kl. 19.30 leikfimi hjá mér. Kannski hef ég tíma til þess daginn eftir. Öskudagurinn nálgast óðfluga og að sjálfsögðu er hann allt öðruvísi en hann var í mínu ungdæmi (gamla konan). Einkasonurinn er harðákveðinn í því hvað hann ætlar að vera í leikskólanum. Já, það er langmest spennandi að vera sjóræningi þegar maður er þriggja ára. Hann er búinn að kaupa búning sem samanstendur af plasteyrnalokk, vesti, klút á höfuðið og lepp fyrir augað. Síðan gengur hann um íbúðina í fullum skrúða með krók í annarri hendinni og byssu í hinni. Eins gott að vara sig á sjóræningjum í hólmanum.

Allt og ekkert

Ýmislegt gertst síðan síðast, fór t.d. á Laddi 6-tugur, í matarboð, í bíó og í 1 árs afmæli. Allt þetta var hin besta skemmtun eiginlega svo gaman að ég hafði ekki tíma til að vera í tölvunni og núna er ég svo þreytt að ég nenni ekki að hanga í tölvunni. Góða nótt.