Einkasonurinn fór til augnlæknis í dag og hefur sem betur fer fengið augun frá pabba sínum þar sem hann var með mjög góða sjón miðað við aldur. Vissi reyndar ekki að tveggja ára börn eru með 2+, þ.e. fjarsýn. Aunglæknirinn var sérstaklega ánægð með sjónina hans þannig að við þurfum víst að hafa litlar áhyggjur af henni a.m.k. fyrst um sinn. Það er hinsvegar ekki hægt að skýra hræðslu við að hoppa í sundi með lélegri sjón. Komust æ oftar að því að hann er nú með frekar lítið ljónshjarta.
Þegar einkasonurinn var búinn hjá augnlækninum fórum við og keyptum handa honum ís enda búinn að lofa því. Hann var þvílíkt ánægður með hann og sat stolltur á Stjörnutorginu í Kringlunni og sleikti sinn ís, enda búinn að vinna fyrir honum með því að vera duglegur hjá augnlækninum.
Þegar einkasonurinn var búinn hjá augnlækninum fórum við og keyptum handa honum ís enda búinn að lofa því. Hann var þvílíkt ánægður með hann og sat stolltur á Stjörnutorginu í Kringlunni og sleikti sinn ís, enda búinn að vinna fyrir honum með því að vera duglegur hjá augnlækninum.
Ummæli