Einaksonurinn er enn og aftur veikur. Búinn að vera með 39.5°C hita frá því á laugardagskvöldið. Hann átti að fara í sína fyrstu röraðgerð á miðvikudaginn en komst eðlilega ekki vegna veikinda. Fórum með hann til læknis og ofaná veikindinn var hann kominn með í eyrun enn og aftur og fékk enn og aftur sýklalyf. Hann er reyndar eitthvað að jafna sig núna, en það er nú ekkert gaman að vera tveggja ára veikur og hanga inni þegar allt er á kafi í snjó.
Í dag eru þrjú ár síðan ég átti einkasoninn, já ótrúlega fljótt að líða. Að sjálfsögðu er ég eins og flestar mæður og segi það hiklaust að þetta sé stærsta upplifun lífsins og besta og mesta afrek sem ég hef gert. Á þessum tíma fyrir þremur árum var ég búin að vera með hríðir í rúmlega sólahring og búið að sprengja belginn, komin með dripp í æð og ljósmóðirin sem var að fara að vakt var hálf svekkt yfir því að þurfa að fara þar sem hún var viss um að barnið væri að koma. Hann leit dagsins ljós sex tímum seinna.
Ummæli