Guð minn góður hvað sjónvarpsdagskráin er skemmtileg á laugardagskvöldin, viku eftir viku. Eða kannski ekki. Þegar maður er með börn er ekki alltaf auðvelt að fara eitthvað laugardagskvöldum og þá er kannski notalegt að setjast fyrir framan sjónvarpið eftir erill vikunnar og horfa á góða bíómynd eða jafnvel góðan sjónvarpsþátt. Það er víst ekki í boði hérna, kannski er ráð að
- taka upp áhugaverða þætti sem eru á virkum dögum og jafnvel svo seint að maður er farinn að sofa og horfa svo á þá á laugardagskvöldum,
- fara að sofa snemma á laugardögum,
- lesa góða bók (gerði það í kvöld) eða...
- fara út að djamma.
Ummæli