Afi minn hefði orðið 83 ára í dag, Elvis Presley 72 ára og David Bowie varð 60 ára. Allt merkiskarlar en fékk mig til að hugsa að það hefði nú verið skemmtilegt að kynnast afa mínum betur. Hann dó sumarið sem ég varð 17 ára og hafði þá verið rúmliggjandi í um 7 ár og mikill sjúklingur meirihluta þess tíma. Þegar ég var 10 ára þá hafði ég ekki mikið vit á því að kynnast afa mínum betur.
Ég man voða lítið eftir honum veit bara að hann var bisnesskarl og átti hús hér og þar og alls staðar. Honum tókst að koma 15 systkynum til manns og var með hænsahús í miðjum Kópavogi. Man alltaf eftir því að skrifstofan hans stórt borð sem staðsett var í miðri stofunni sem var í miðju húsinu á Sunnubrautinni svo að það fór ekkert framhjá honum.
Ég man voða lítið eftir honum veit bara að hann var bisnesskarl og átti hús hér og þar og alls staðar. Honum tókst að koma 15 systkynum til manns og var með hænsahús í miðjum Kópavogi. Man alltaf eftir því að skrifstofan hans stórt borð sem staðsett var í miðri stofunni sem var í miðju húsinu á Sunnubrautinni svo að það fór ekkert framhjá honum.
Ummæli