
Áramótunum var fagnað á þessum bæ svipað og oft áður. Kalkúnn, Tobleroneís, brenna, áramótaskaup og skjóta upp flugeldum. Einkasonurinn var eins og sannur karlmaður og hélt varla vatni yfir öllum flugeldunum eða spengjunum eins og hann kallaði það. Hann vakti meira að segja til miðnættis og fór með okkur út rétt fyrir miðnætti. Þegar við vorum búinn að vera úti dágóða stund og hann búinn að setja okkur nokkrum sinnum læti, læti, læti. Bað hann ömmu sína um að koma með sér inn og skipaði henni að fara strax úr úlpunni og skónum. Fannst þá best að vera inni í öruggum höndum, enda sofnaði hann nokkrum mínútum seinna.
Ummæli