Jæja, þá er handboltadraumurinn búinn að mestu leiti og við getum nú alveg verið ánægð með okkar menn. Ég horfði nú ekki á marga leiki, líklega engan heilan leik en það var nú að hluta til vegna þess að ég hafði ekki taugar í þetta. Það voru víst allir fúlir út í Dani í dag og eins gott fyrir þá að hafa hægt um sig. Samstarfsmaður minn kom með nammi sem vanalega hverfur á augabragði var lítið hreyft í dag því þetta var danskt nammi. Klárast líklega á morgun.
Sögur úr úthverfinu