Í dag er starfsdagur í leikskólanum og ég tók mér frí í vinnunni og ætla að nota daginn til þess að fara með einkasoninn til eyrnalæknis og í klippingu svo að eitthvað sé nefnt. Einnig þarf að undirbúa eitthvað afmæli sem er á sunnudaginn. Einkasonurinn bað hinsvegar sérstaklega um það að fá að horfa á Dýrin í Hálsaskógi. Þar sem við erum tæknilega komin í helgarfrí þá fékk hann það og situr núna og horfir á Mikka ref og Lilla klifurmús meðan móðirin vafrar um á vefnum.
Sögur úr úthverfinu