Fara í aðalinnihald

Færslur

Sýnir færslur frá október, 2008

Starfsdagur í leikskólanum

Í dag er starfsdagur í leikskólanum og ég tók mér frí í vinnunni og ætla að nota daginn til þess að fara með einkasoninn til eyrnalæknis og í klippingu svo að eitthvað sé nefnt. Einnig þarf að undirbúa eitthvað afmæli sem er á sunnudaginn. Einkasonurinn bað hinsvegar sérstaklega um það að fá að horfa á Dýrin í Hálsaskógi. Þar sem við erum tæknilega komin í helgarfrí þá fékk hann það og situr núna og horfir á Mikka ref og Lilla klifurmús meðan móðirin vafrar um á vefnum.

Sögur fyrir svefninn

Við höfum alltaf verið dugleg að lesa fyrir einkasoninn áður en að hann fer að sofa. Núna er hinsvegar mest spennandi þegar við segjum honum heimatilbúna sögu. Hann hefur fjörugt ímyndunarafl og stundum segir hann okkur eins og eina sögu fyrir svefninn. Oftast segir hann okkur sögur um strák og stelpu sem eru að gera eitthvað spennandi, búa jafnvel við sjóinn og hitta hákarla eða hvali. Í gærkvöldi sagði ég honum sögu um tvo stráka sem komust í hann krappann þegar þeir hittu ljón. Hann varð alveg skíthræddur og ætlaði ekki að geta sofnað þar sem hann var svo hræddur um að dreyma þetta þannig að ég þurfti að róa hann með sögu um tvær stelpur sem ræktuðu blóm.

Styttist í afmæli

Styttist í afmæli einkasonarins. Hann er búinn að skipta um skoðun mörgum sinnum hvernig afmælinu skal háttað. Hann ætlar að fá Spiderman afmæli, Sjóræningjaafmæli, Sprotafmæli og ég veit ekki hvað og hvað. Hann er einnig viss um að hann verði voða stór þegar hann er orðinn fjögurra ára og að skólaganga hans hefjist fljótlega eftir fjögurra ára afmælið. Það er svo sem kannski ekki fjarri lagi.

Tveir mánuðir til jóla

Ég skrapp í Smáralindina áðan og þar var sko engin Kreppa. Að minnsta kosti var bjálað að gera og við ætluðum varla að fá stæði. Þegar inn var komið var fullt af fólki og allir að versla eitthvað. Já, þar var sko enginn kreppa. Mér tókst að fá eina jólagjöf á góðum prís, já ég er sko byrjuð að kaupa jólagjafirnar þó svo að þetta verði nú engin BMW eða Rolex jól. Tja, ég hef svo sem aldrei fengið BMW í jólagjöf þannig að það er spurning hvort að það verði mikil breyting. Reyndar var ég að heyra að það væri spurning um innflutning á jólatrjám, tja það kemur bara í ljós hvort jólin í ár verða haldin án jólatrés.

Allt og ekkert

Ég er búinn að vera hálfslöpp alla vikuna og svo er búið að vara brjálað að gera í vinnunni en það er nú bara gaman. Ég er því búinn að vera hálfþreytt alla vikuna en hef svo sem ekki haft vit á því að fara snemma að sofa frekar en fyrri daginn. Í kvöld fór ég svo á mjög svo sérstakt leikrit, já maður lærir alltaf eitthvað nýtt. Kannski maður ætti að drífa sig að sofa fyrir kl. 23 í kvöld eða kannski leita að einhverju til að horfa á í sjónvarpinu.

Hvað er í gangi?

Ég er ennþá með með hósta og það er skítkalt úti. Hvað er eiginlega í gangi? Ég var að koma inn úr kuldanum og ég segi nú bara brrrrrr brrrrr og aftur brrrr og ætla bara að drífa mig í rúmmið, eins gott að það sé hlýrra þar.

Myndataka í París

Reyndum að taka mynd af okkur og Effelturinum uppá sigurboganum. Tókst í fjóðra skiptið. Lilja færðu þig aðeins. Ha aðeins í hina áttina? Ok, kannski sniðugt að Siggi færi sig. Loksins sést Effelturninn.

Spáð og spekúlerað

Einkasonurinn: Veistu hvað Bubbi getur ekki?" Faðir hans: "hvað?" Einkasonurinn: "Bubbi getur ekki svarað því"' Faðir hans: "Nú?" Einkasonurinn: "út af því að hann er svo gamall" Einkasonurinn syngur... ó ég get ekki, ó ég get ekki, ég get ekki svarað því...

Fjör í París

Hér koma skemmilegu myndirnar úr Parísaferðinni Varð að taka mynd af þessu, fannst við verra komin 30 ár aftur í tímann, svo er spuring hvað gerist þarna innan dyra. Einn af vinum hans Sigga sem hann kynntist þegar ég var á ráðstefnunni Fararskjótinn okkar í París, þessi með myndinni... hahahahah Þarna erum við að reyna að taka mynd af okkur við sigurbogann, tókst svona og svona. Við Hvítu kirkjuna var heljarinnar útsala sem minnti bara á heimaslóðir. Við fundum loksin myllu rétt hjá hvítu kirkjunnu Sacré-Cœur. Vorum viss um að þetta væri Moulin Rouge en fannst smá skrítð að myllan væri ekki rauð. Komumst svo að því að þetta er allt önnur mylla, hahahah. Í lok ferðarinnar fórum við í Lúxemborgargarðinn og lékum okkur að lauflöðum. Svaka fjör hjá okkur, þetta var yndislegur dagur og krökkt af fólki.

Green lady

Ég er ennþá veik en miklu hressari en í gær og fyrradag, kom þó eitthvað grænt út úr öllum götum í morgum, ok a.m.k. einhverjum götum. Mig er farið að gruna flensusprautuna um þetta sem ég fékk á mánudaginn því að ég varð líka svona slöpp síðast þegar ég fékk flensusprautuna en svo er þetta líklega bara tilviljun. Mér er farið að dauðleiðast sem er merki þess að mér sé að batna, þá vill ég fara að gera eitthvað annað en að hanga!

Já, auðvitað

Nú veit ég afhverju ég er búinn að vera svona þreytt síðustu daga, hélt að ég væri að berjast við ferðaþreytuna en ég er bara orðin veik. Var eitthvað hálfslöpp í gærkvöldi og svo eftir tónleikana sem voru alveg frábærir þá var ég orðin slöpp, með bullnadi hausverk og illt í hálsinum. Það eina sem ég gat gert var að skríða uppí rúm, já, ég var orðin veik. Ég er því heima í dag en er að vonast til að ég verði ekki veik lengi, að mér hafi tekist að kæfa þetta í fæðingu. Það þýðir ekkert annað en að vera bjartsýnn en það kemur í ljós á morgun.

Nóg að gera

Það er búið að vera nóg að gera síðan ég kom heim frá Paris. Ég var dauðþreytt á mánudaginn og sofnaði bara mjög snemma. Í gærkvöldi var svo aðalafundur leikskólans og þá einnig aðalfundur foreldrafélagsins þar sem ég er gjaldkeri. Ég mætti því þar og ákvað að vera a.m.k. eitt ár í viðbót. Eftir aðalfundinn kynntu deildirnar svo starf sitt fyrir foreldrum. Ég var einnig dauðþreytt eftir það þannig ég held því að ég sé ennþá að berjast við ferðaþreytuna. Í kvöld er ég svo að fara á tónleika í Neskirkju með söngsveitinni Fílharmóníu , Ragnheiði Göndal og Hauki Gröndal. Nú er ég hinsvegar að elda hrísgrjónagraut, best að drífa sig að hræra í honum.

I'm back

Ég er komin aftur. Ég vissi ekki hvað ég ætti eiginlega að segja um aðstæðurnar í síðustu viku þannig að ég flúði bara land í kreppunni og endaði í París á ráðstefnu. Mæli með því, kom endurnærð og aðeins rólegri tilbaka. Í París var 15-20 °C hiti og sól en vá hvað Evran var dýr. Ekkert verslað og hugaði mig tvisvar um hvað ég keypti mér að borða og drekka. Ég verð að viðurkenna að það hvarflaði að mér nokkrum sinnum hvað maður væri eigilega að gera hérna á Íslandi. En jæja ég er komin aftur og best að taka þátt í leiknum.

Fundið fé

Ég var að taka til í dótinu mínu í gær, aldrei þessu vant! Haldið ekki að ég hafi rekist á 13 bandaríska dollara og 5 Evrur. Verðgildi þeirra hefur heldur betur hækkað síðan ég keypti þetta, já ég er rík.

Allt er orðið snjótt

Smá update! Einkasonurinn fylgist spenntur með snjókomunni og hleypur á 5-10 mínútna fresti út í glugga og spyr af hverju við drífum okkur ekki bara út. Hefur smá áhyggjur af því að það verði komin rigning á morgun og áðan þegar hann kíkti út heyrðist í honum "allt er orðið snjótt" sem þýðir líklega að allt er orðið snjóhvítt! Best að drífa barnið upp í rúm.

Fyrsti snjórinn

Þegar við sátum við kvöldverðarborðið eftir að hafa grillað kjúkling á svölunum héldum við að við værum að sjá ofsjónir, gat það verið að það væri byrjað að snjóa. Já! fyrsti snjórinn kemur manni alltaf jafn mikið á óvart í byrjun hvers vetrar. Einkasonurinn man ekki mikið, ef eitthvað, eftir síðasta vetri þannig að hann spurði hvort þetta væru flugur úti en ekki snjókoma. Þegar hann komst að því að það væri að snjóa var hann viss um að jólin væru komin og þegar hann leit út um gluggan á snævi þakktan bílinn okkar vildi hann drífa sig út og skafa af bílnum, ég var ekki eins spennt og sagði að það væri nú nóg að gera það á morgun. Hann er farinn að plana ferð út að leika sér í snjónum á morgun en ég læt mig dreyma um það að það verði komin rigning svo ég þurfi ekki að skipta yfir á nagladekk alveg strax.

Menningarleg

Fékk ótrúlegt tilboð í gær sem ég ákvað svo að neita eftir að hafa skipt um skoðun svona 20x. Er mjög sátt við ákvörðunina þar sem ég tel mig vera frekar privat með allt mitt og svo finnst mér líka töff að vera nóbodý þó svo að ég haldi út þessu bloggi. Annars fór ég í kvöld á forsýningu Macbeth hjá Þjóðleikhúsinu ásamt eiginmanninum og systkynum hans. Var nú ekki alveg viss um út í hvað ég væri að fara og runnu á mig tvær grímur í upphafi verksins en þegar á leið þá vann verkið á og ég var mjög sátt við það í enda sýningar. Tel þó að það hafi líklega aðeins háð mér að ég hafði ekki hugmynd um hvað Macbeth fjallar um áður en ég fór á sýninguna. Flott sýning, góðir leikarar, já ég mæli þessu verki.